18.07.2019 09:48

Fyrsta héraðsmót HSS sem haldið hefur verið á Skeljavíkurgrundum fór fram miðvikudaginn 17. júlí. 40 keppendur tóku þátt í hinum ýmsu greinum. Talsverður vindur var en sagt er að það sé hluti af héraðsmótum HSS. 

Ákveðið var á síðasta ásrþingi HSS að hafa héraðsmótið á virkum degi. Mótið gekk hratt og vel fyrir sig. Vil ég koma kærum þökkum til allra þeirra sem komu að mótinu. Júlíus Jónsson fyrir merkingar á vellinum, Hrafnhildur Skúladóttir formanni HSS fyrir allar reddingarnar og stuðningin, mótanefnd HSS (Aðalbjörg Óskarsdóttir) fyrir allt samþykkið og ráðleggingar, frjálsíþróttanefnd HSS Ragnheiður Birna fyrir þína aðstoð. Reynir Björnsson fyrir að redda slættinum. Allir þeir sem hjálpuðu við mælingar, tímatöku, ritarar og svo það allra mikilvægasta keppendurnir og áhorfendur. Án ykkar væri ekki hægt að halda svona mót.

Ef eitthvað sem betur mætti fara, vinsamlegast sendið okkur línu á framkvhss@mail.com allar ábendingar vel þegnar.

Framkvæmdastjóri HSS.

Sigríður Drífa

 

Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 484520
Samtals gestir: 87333
Tölur uppfærðar: 16.11.2019 00:48:20