Færslur: 2008 Apríl

29.04.2008 12:18

Hjólað í vinnuna

Nú er að fara af stað átakið Hjólað í vinnuna. Hvetjum við alla vinnustaði sýslunnar að skrá sig á heimasíðu ÍSÍ og vera með.

25.04.2008 22:07

Framkvæmdastjóri

Héraðssamband Strandamanna auglýsir eftir framkvæmdastjóra fyrir sumarið 2008. Viðkomandi þarf að annast skipulagningu móta og fleira. Umsóknarfrestur er til 3. maí 2008. Og skal umsóknum skilað til Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, Víkurtúni 1, 510 Hólmavík eða á netfangið stebbij@snerpa.is . Allar nánari upplýsingar í síma 4563626 eða á tölvupósti í stebbij@snerpa.is.

13.04.2008 14:46

Aðalfundur Umf. Hvöt

 Aðalfundur umf. Hvatar var haldinn í Sævangi 6. april s.l.,  5 félagar og 2 gestir mættu á fundinn.
Vignir Pálsson gaf ekki kost á sér áfram í stjórn,  Sigríður Drífa Þórólfsdóttir var kjörinn formaður,
Ragnar K. Bragason gjaldkeri og Birkir Þór Stefánsson ritari.  Helstu mál fundarins sem talandi er um
utan hefðbundinar dagskrár, var að rætt var um viðhald á íþróttavellinum í Sævangi,  laga þarf steypu
í kasthringjum.  Einnig var ákveðið að endurnýja hurð að kjallara Sævangs þar sem áhöld eru geymd.
Einnig rætt um að endurnýja startblokkir og fara yfir ástand frjálsíþróttaáhalda.

06.04.2008 12:34

Aðalfundir aðildarfélaganna

Nú eru aðalfundir aðildarfélaga HSS í fullum gangi. Einhver félög eru búin og nokkur félög eru með fund nú á næstu dögum. Vill síðustjóri biðja stjórnarmenn félaganna að senda sér línu um gang mála svo hægt sé að setja fréttir af félögunum inn á síðuna. Netfangið mitt er stebbij@snerpa.is vinsamlegast sendið mér línu.

06.04.2008 12:31

skíðamenn

Nú eru komnar inn myndir frá Skíðamótum. Það er þess virði að skoða þær. Skíðafólk á Ströndum hefur verið að standa sig rosalega vel á mótum vetrarins. Vill HSS óska þeim innilega til hamingju með árangurinn.
  • 1
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 484822
Samtals gestir: 87445
Tölur uppfærðar: 19.11.2019 08:24:32