Færslur: 2019 Júní

28.06.2019 07:47

Fótbolti

Polla- og pæjumót HSS fór fram fimmtudaginn 28.júní. 15 börn í þremur liðum tóku þátt. Talsverður vindur var og keppendur stóðu sig mjög vel og voru til fyrirmyndar. Þökkum kærlega fyrir daginn. 

28.06.2019 07:44

Golfmot

Hamingjumót GHÓ verður haldið laugardaginn 29.júni á Skeljavíkurvelli. Allir velkomnir Golfklúbbur Hólmavíkur

25.06.2019 08:47

Mótadagskrá HSS

Samþykt var á ársþingi HSS tillaga mótadagskrár sumarsins 2019

27. júní Polla- og pæjumót á Skeljavíkurgrundum

28.-30. júní (Hamingjudagar) Golfmót

17.júlí  Héraðsmót í frjálsum

1.-5. ágúst Unglingalandsmót Höfn í Hornafirði.

14. ágúst Barnamót HSS

4. september Sundmót

24.06.2019 14:48

Fótboltamót HSS

Polla- og pæjumót HSS verður haldið fimmtudaginn 27. júní kl 17:00 á Grundunum.

20.06.2019 00:02

Komiði sæl.

Nú hef ég tekið til starfa sem framkvæmdastjóri HSS og eru ýmsir viðburðir á dagskrá í sumar. Landsmót UMFÍ 50+ fer fram helgina 28.-30. júní næst komandi og fer fram á Neskaupstað. Skráningar sendast á framkvhss@mail.com

Ýmislegt verður í boði á Hamingjudögum sem verða auglýstir núna á næstu dögum. 

Bestu kveðjur

Sigríður Drífa

18.06.2019 17:36

Framkvæmdastjóri HSS sumarið 219

Sigríður Drífa Þórólfsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri HSS sumarið 2019 hún hefur þegar hafið störf. Netfang framkvæmdastjóra er framkvhss@mail.com og símin hjá Sigríði Drífu er 868 3640
Bjóðum við hana velkomnna til starfa.

06.06.2019 15:27

Auglýst eftir framkvæmdastjóra HSS

Héraðssamband Strandamanna auglýsir eftir framkvæmdastjóra sem getur hafið störf sem allra fyrst. 

Starfið er fjölbreytt og lifandi og leitað er að drífandi einstaklingi.

Verkefni eru meðal annars að halda utan um mótaskipulagningu og framkvæmd þeirra sem og Götuhlaups HSS og sjá um skráningu í Felix, félagakerfi sem heldur utan um iðkendur og félaga.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 10. júní.

Nánari upplýsingar um starfsfyrirkomulag  og laun í síma 895 5509 eða í gegnum netfangið diggidigg@gmail.com

Kveðja

Hrafnhildur Skúladóttir

Formaður HSS

 

  • 1
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 484822
Samtals gestir: 87445
Tölur uppfærðar: 19.11.2019 08:24:32