Færslur: 2017 Júní

22.06.2017 08:19

Framkvæmdastjóri óskast.

HSS auglýsir eftir Framkvæmdarstjóra fyrir HSS fyrir sumarið 2017. Í starfinu felst meðal annars að taka við tölvupóstum og senda áfram til aðildafélaga HSS, sem tengiliður við ÍSÍ og UMFÍ. Verði stjórn HSS til aðstoðar að halda utan um íþróttaviðburði (s.s. að panta verðlaunapeninga, taka við skráningum á mót og skrá keppendur á mót). Kostur að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir berist til Vignis á [email protected]20.06.2017 20:29

Landsmót 50+ Hveragerði.


Enn hægt að skrá sig í einstaklingsgreinar í Hveragerði
June 20, 2017

Enn er opið fyrir skráningar í einstaklingsgreinar og valdar liðagreinar á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Hveragerði um næstu helgi, dagana 23.-25. júní. Almennt er þó búið að loka fyrir skráningu flestra greina fyrir hópa.
 
Enn er hægt að skrá sig til þátttöku í eftirtöldum greinum:
Frjálsar: Hægt að skrá þátttöku til hádegis á miðvikudag 21. júní.
Bridds og strandblak: Opið fyrir skráningu til miðnættis fimmtudaginn 22. júní.
Sund: Hægt að skrá sig til klukkan 16:00 föstudaginn 23. júní.
Aðrar greinar sem eru opnar:
Skák, badminton, pönnukökubakstur, jurtagreining, fuglagreining, þrekmót, utanvegahlaup, þríþraut og stígvélakast. Opið er fyrir skráningar til miðnættis föstudaginn 23. júní.
Þú greiðir aðeins eitt gjald og getur skráð þig til þátttöku í eins mörgum greinum og þú vilt keppa í.
 
Ekki missa af góðu móti.

Stjórn HSS hvetur Strandamenn til að fjömenna á mótið, ef fólk lendir í vanræðum með að skrá sig á mótið getur það hringt á skrifstofu UMFÍ s. 5682929 og skráð sig hjá Guðbirnu Þórðardóttur.  Ef einver er ekki með rafrænt skilríki er ekkert mál að skrá sig þar.

19.06.2017 23:43

Fundargerð ársþings HSS 2017.

Fundargerð ársþings HSS sem haldið var á Drangsnesi 3. maí s.l. er hægt að skoða á heimasíðu HSS undir liðnum skrár.

12.06.2017 09:41

HÓLMADRANGSHLAUP 2017

Hólmadrangshlaupið verður haldið fimmtudaginn 15. júni á Hólmavík. Hlaupið hefst kl. 18 og verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir: 3 km, 5 km og 10 km. Allir þátttakendur í hlaupinu fá verðlaunapening fyrir þátttökuna frá Hólmadrangi á Hólmavík sem er styrktaraðili hlaupsins. Skráning fer fram á staðnum.


Héraðssamband Strandamanna.

  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 769
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 89682
Samtals gestir: 6561
Tölur uppfærðar: 1.2.2023 00:15:19