Fjölskyldan á fjallið

 
Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ sem verið hefur virkt í 15 ár og er liður í verkefninu Göngum um Ísland. Verkefnið gengur út á að settar eru gestabækur á rúmlega 20 fjöll víðsvegar um landið með það að markmiði að fá fjölskyldur í létta fjallgöngu og stuðla þannig að aukinni samveru og útivist. Göngugarpar geta skrifað nöfn sín í gestabækurnar á fjöllum. Á hverju hausti er dregið úr hópi þátttakenda og hljóta hinir heppnu sérstökútivistarverðlaun.

Fjall Héraðssamband Strandamanna í verkefninu er Reykjaneshyrna í Árneshreppi.

Þar er 1-2 km. gönguleið fyrir alla fjölskylduna, 316 m. á hæð og laus við kletta og klungur. Gangan hefst frá skilti sem er staðsett við vegnr. 643, rétt norðan við Gjögur. Gengið er upp á topp fjallsins sem rísþverhnípt úr sjó að norðanverðu. 

Gangan er þægileg uppgöngu um aflíðandi suðurhlíðina sem er gróin og greiðfær að mestu nema efst. Afar víðsýnt er af toppnum á góðum degi. Þaðan sér norður til Drangaskarða og Geirólfsgnúps, til Drangajökuls og yfir Húnaflóa. Á toppnum er skilti sem sýnir fjallahringinn og örnefni. Uppgangan tekur um 1 klst. og hækkun er 250 m.


Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01