Blogghistorik: 2009 Denna post är låst. Klicka för att öppna.
27.08.2009 21:44
Vinahlaup
Næstkomandi laugardag verður verður hlaupið um Anrkötludal til móts við íbúa Reykhólasveitar með vinakveðju. Klukkan 10 verður lagt af stað frá afleggjaranum við Hrófá og hlaupið til skiptis þangað til við mætum Reykhólamönnum.
Allir sem vilja koma með eru velkomnir, hvort sem þeir vilja hlaupa, hjóla (motocross) eða bara fylgja okkur.
Síðan er um að gera að kíkja á sýninguna í félagsheimilinu.
Ef þið viljið tilkynna þátttöku í hlaupinu eða fá meiri upplýsingar endilega hringið í mig í síma 847-7075
kv. Valur Hentze.
P.S. látum þetta berast manna á milli.
N/A Blog|WrittenBy Val Hentze
20.08.2009 14:15
Ýmislegt
Eins og glöggir hafa áttað sig á hafa tvö mót fallið niður nú í ágúst og er vonandi að næsta sumar verði þau haldin. Um var að ræða ný mót sem átti að reyna að koma að, golf- og motocrossmót.
Inn eru komin úrslit barnamótsins og eru verðlaunapeningar fyrir það á leiðinni til Hólmavíkur, héraðsmótspeningar eru að renna af stað í póst til félaganna. Biðst undirritaður afsökunar á seinagangi við að koma þeim til skila.
Unglingalandsmótsferð HSS var ágætlega heppnuð og fannst undirrituðum stemmingin hafa verið góð og flest allt hafi gengið vel fyrir sig. Langar mig að þakka öllum sem komu með og tóku þátt í þessu ævintýri fyrir. Þó hafi gengið upp og ofan í keppni þá standa margar minningar eftir og fannst mér krakkarnir hafa verið strandamönnum til sóma.
Myndir frá mótinu er hægt að skoða hér og auka albúm frá motocrosskeppninni hér.
Gaman væri að fá fleiri myndir af mótinu, hvort sem er linkur á myndasíðu eða til að setja inn á HSS síðun sjálfa.
Nóg í bili en ný færsla fljótlega og fréttabréf HSS innan tíðar.
Speki dagsins: Giftu þig ekki til fjár. Það er ódýrara að taka lán.
Inn eru komin úrslit barnamótsins og eru verðlaunapeningar fyrir það á leiðinni til Hólmavíkur, héraðsmótspeningar eru að renna af stað í póst til félaganna. Biðst undirritaður afsökunar á seinagangi við að koma þeim til skila.
Unglingalandsmótsferð HSS var ágætlega heppnuð og fannst undirrituðum stemmingin hafa verið góð og flest allt hafi gengið vel fyrir sig. Langar mig að þakka öllum sem komu með og tóku þátt í þessu ævintýri fyrir. Þó hafi gengið upp og ofan í keppni þá standa margar minningar eftir og fannst mér krakkarnir hafa verið strandamönnum til sóma.
Myndir frá mótinu er hægt að skoða hér og auka albúm frá motocrosskeppninni hér.
Gaman væri að fá fleiri myndir af mótinu, hvort sem er linkur á myndasíðu eða til að setja inn á HSS síðun sjálfa.
Nóg í bili en ný færsla fljótlega og fréttabréf HSS innan tíðar.
Speki dagsins: Giftu þig ekki til fjár. Það er ódýrara að taka lán.
N/A Blog|WrittenBy Val Hentze
- 1
Antal sidvisningar idag: 596
Antal unika besökare idag: 83
Antal sidvisningar igår: 100
Antal unika besökare igår: 14
Totalt antal sidvisningar: 202378
Antal unika besökare totalt: 23560
Uppdaterat antal: 9.5.2025 19:10:32