28.12.2007 01:06

Unglingalandsmót og Vestfjarðamót

HSS hefur sent inn umsókn til UMFÍ um að halda Unglingalandsmót á Hólmavík árið 2010. Einnig hefur verið ákveðið að endurvekja Vestfjarða mót í frjálsum og verður fyrsta mótið haldið sumarið 2008. Að öllum líkindum verður það haldið af HSS og þá á Sævangi í júlí.  Verður sá háttur hafður á að mótið færi á milli þeirra héraðssambanda sem taka þátt. Vonandi munu öll Héraðssambönd á Vestfjörðum sjá sér fært að senda keppendur.
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 753
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 294747
Samtals gestir: 31711
Tölur uppfærðar: 20.10.2025 12:33:21