Færslur: 2015 Nóvember

16.11.2015 09:03

Silfurleikar ÍR.

Frjálsíþróttadeild ÍR heldur hina árlegu Haustleika ÍR í flokkum 16 ára og yngri í Laugardalshöllinni laugardaginn 21. nóvember n.k.  Mótið er nefnt SILFURLEIKAR til að minnast afreks ÍR-ingsins Vilhjálms Einarssonar sem vann silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourn í Ástralíu í 1956. Silfurleikar ÍR er opið mót sem hefur átt miklum vinsældum að fagna undanfarin ár. Þátttakendur í fyrra voru 620 sem var metþátttaka.

Keppnisgreinar og keppnisflokkar:
8 ára
Þrautabraut - liðakeppni; 
9-10 ára
60m, langstökk, kúla, 600m
11og 12 ára
60m, þrístökk, hástökk, kúla, 800m
13-14 ára
60m, 60m grindahlaup, 200m, 800m, þrístökk, hástökk, kúla,
15-16 ára
60m, 60m grindahlaup, 200m, 800m, þrístökk, hástökk, kúla,

Hrefna Guðmunds og Elísabet K taka við skráningum.
[email protected] og á facebook.
Skráningar berist eigi síðar en þriðjudagskvöldið 17. nóvember.
nánari upplýsingar á
 http://www.fri.is/frettir/2009/11/03/silfurleikar_ir

08.11.2015 19:16

Gaflarinn

Frjálsíþróttamótið Gaflarinn var haldið í Kaplakrika 7.nóvember sl. Sex keppendur voru skráðir frá HSS.
Jón Haukur Vignisson tók þátt í 60m hlaupi og skutlukasti Sævar Eðvald Jónsson tók þátt í 60m hlaupi, langstökki og skutlukasti. Júlíana Steinunn Sverrirsdóttir tók þátt í 60 m hlaupi og langstökki. Róbart Máni Newton tók þátt í 60 m hlaupi og langstökki. Viktor Elmar Gautason tók þátt í 60 m hlaupi, 400 m hlaupi og langstökki. Friðrik Heiðar Vignisson tók þátt í 60 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi.
Einnig kepptu Viktor, Róbert, Sævar og Friðrik í boðhlaupi og náðu þeir öðru sæti.


Öll úrslit mótsins má sjá hér: http://46.149.29.198/motfri/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=GAFL15I

Okkar fólk stóð sig með mikilli prýði og er gaman að geta þess að sumir krakkarnir bættu sig umtalsvert.

05.11.2015 08:36

Nýr framkvæmdastjóri HSS.

                Góðan daginn, gott fólk.

                Stjórn HSS hefur gert samkomulag við Elísabet Kristín Kristmundsdóttir um að taka að sér starf framkvæmdastjóra HSS.   Elísabet hóf störf nú í lok október og munu gegna því til 15. Ágúst 2016 að minnsta kosti.  Elísabet tekur við því starfi sem tómstundafulltrúi Strandabyggðar gegndi áður samkvæmt sérstöku samningi milli HSS og Strandabyggðar sem rann út um áramótin 2014 og 2015.   Elísabet starfar einnig sem stuðningsfullrúi við  grunnskólann á Hólmavík og er einnig þjálfari hjá umf. Geislanum á Hólmavík sem býður uppá knattspyrnu, frjálsar, körfubolta og íþróttaskóla fyrir 1. - 4. Bekk.
                Við hjá HSS bjóðum Elísabet hjartanlega velkomna til starfa og viljum biðja aðila hjá UMFÍ og ÍSÍ að bæta netfangi Elísabetar á sína lista sem er [email protected] og hætta að senda tölvupósta sem tilheyra HSS á [email protected],  síminn hjá Elísabetu er 6596229.   Elísabet mun hafa umsjón með heimsíðu HSS og kynna sig þar á næstu dögum, hss.123.is.  • 1
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 15
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 88716
Samtals gestir: 6486
Tölur uppfærðar: 28.1.2023 00:51:12