Færslur: 2009 Febrúar

12.02.2009 18:18

Íslandsmeistari

HSS hefur eignast Íslandsmeistara í hástökki pilta 15-16 ára innanhúss. Guðjón Þórólfsson sigraði á meistaramótinu sem haldið var síðustu helgina í janúar. Stökk hann yfir 1,80 metra. Óskum við Guðjóni innilega til hamingju. Er þetta enn einn titillinn hjá þessum bráðefnilega íþróttamanni.

12.02.2009 18:15

Unglingalandsmót

Þá hefur endanleg ákvörðun verið tekin. Unglingalandsmót UMFÍ verður ekki haldið á Hólmavík 2010. Var það ljóst að ekki væri hægt að standa við skuldbindingar í sambandi við mótið þegar í ljós kom að ekki fengist fjárframlag frá ríkinu. Vonandi verður vilji hjá stjórnarmönnum HSS og sveitarstjórn Strandabyggðar til að sækja aftur um þegar efnahagsástandið lagast.
  • 1
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 148
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 1935
Samtals gestir: 324
Tölur uppfærðar: 19.1.2022 15:41:38