Færslur: 2015 Júní

12.06.2015 15:19

Úrslit í Hólmadrangshlaupinu.

16 keppendur tóku þátt í Hólmadrangshlaupinu.  Hólmadrangur gaf þátttökuverðlaun og Vífilfell gaf öll keppendum orkudrykk að hlaupi loknu, við færum þessum fyrirtækjum bestu þakkir fyrir það.
Félagar í Skíðafélagi Strandamanna sáu um framkvæmd hlaupsins.  Hér fyrir neðan koma tímarnir, þess skal getið hér að Kristinn Jón sem hljóp 10 km. er fæddur 2006, flott hlaup hjá honum og mörgum fleirum.

3 km.
Árný Helga Birkisdóttir 26,39 mín.
Sigríður Drífa Þórólfsdóttir 26,40    -
Sunna Jónsdóttir 32,51    -
Stefán Birkisson 32,51    -
Sandra Jónsdóttir 33,19    -
Jóhanna Hreinsdóttir 33,19    -
Ingvar Þór Pétursson 41,40    -
Björk Ingvarsdóttir 41,50    -

5 km.
Jón Eðvald Halldórsson 33,10  mín.
Rósmundur Númason 33,10     -
Jón Haukur Vignisson 41,00     -
Stefán Snær Ragnarsson 41,50     -

10 km.
Birkir Þór Stefánsson 52,20  mín.
Ragnar K. Bragason 52,20    -
Kristinn Jón Karlsson 1:00,52    -
Ingvar Þór Pétursson 1:03,60    -

08.06.2015 20:24

Hólmadrangshlaup 2015.

Hólmadrangshlaupið verður haldið fimmtudaginn 11. Júní á Hólmavík.  Hlaupið hefst kl. 18 og verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík.   Hægt er að velja um þrjár vegalengdir: 3 km, 5 km og 10 km.  Allir þátttakendur í hlaupinu fá verðlaunapening fyrir þátttökuna frá Hólmadrangi á Hólmavík sem er styrktaraðili hlaupsins.  Skráning fer fram á staðnum.

 

                  Héraðssamband Strandamanna.


02.06.2015 12:12

Hólmadrangshlaupi frestað.

Hólmadrangshlaupið sem vera átti núna 4. júni samkvæmt mótaskrá hefur verið frestað til 11. júni, nánari upplýsingar um hlaupið verða kynnt síðar.
  • 1
Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 769
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 89741
Samtals gestir: 6562
Tölur uppfærðar: 1.2.2023 00:57:47