Færslur: 2017 Mars

27.03.2017 22:45

Felix námskeið.

Elías Altason hjá ÍSÍ kemur í heimsókn til okkar á morgunn  þriðjudaginn 28. Mars og verður með Felixnámskeið. Þar kennir hann notkun á nýrri útgáfu af Felix félagaforriti UMFÍ og ÍSÍ. Námskeiðið hefst kl. 17 og verður í fundarsal Hólmadrangs á Hólmavík, áætlað er að námskeiðinu ljúki kl. 19. Þátttakendur geta haft með sér tölvur ef þeir vilja.  Stjórn HSS hvetur sem flesta til að mæta.

06.03.2017 23:38

Fréttir frá Súpufundi.

Súpufundur HSS. 
Haldinn í félagsheimilinu Baldri á Drangsnesi kl. 18
Mættir: Vignir Örn Pálsson, Guðbjörg Hauksdóttir og Hrafnhildur Þorsteinsdóttir frá HSS. Ragnar Bragason frá Skíðafélaginu og Hvöt. Sigríður Drífa og Guðjón Sigurgeirsson frá Hvöt. Júlíus Jónsson, Jóhanna Rósmundsdóttir og Hrefna Guðmundsdóttir frá Geislanum. Halldór Friðgeirsson, Aðalbjörg Óskarsdóttir og Óskar Torfason frá Neista. Gestir: Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ og Elías Atlason.

1. Elías Atlason var með kynningu á endurbættum vef, Felix. Hann mun halda námskeið fyrir félögin fljótlega.
Súpuhlé - súpa og brauðbollur að hætti Guðbjargar og Aðalbjargar.
2. Vignir Örn Pálsson formaður HSS var með stutta kynningu á starfssemi Héraðssambandsins og aðildafélaga þess.
3. Umræður um möguleika á sameiningu aðildafélaga út frá tillögu frá stjórn Hvatar. 
HSS getur ekki verið með iðkendur, er bara regnhlífin. Þarf að vera félag sem heldur utan um deildirnar, t.d. eitt stórt fjölgreinafélag. Flóknara þegar fer á milli sveitafélaga, ekki hægt á milli héraða nema að skipta. Misjafnt eftir sérgreinafélagi hvernig fyrirkomulagið er, hvort hægt er að vera iðkandi og/eða keppandi hjá fleirum en einu félagi. Þarf ekki að vera formleg deild þar sem allt er í litlum einingum, stjórnin getur haldið utan um starfið. Stjórnin gæti skipt með sér störfum á milli deilda. Erfitt skref að leggja félög niður sem eru ekki með neina starfssemi, en eru til þrjár leiðir til þess. Hvöt þarf að halda aðalfund og taka ákvörðun hvað þeir vilja gera, þarf aukinn meirihluta til að samþykkja ef slíta á félaginu. Héraðssambandið þarf að hafa í lögum útgönguleið til að geta vísað félögum með enga starfssemi út úr sambandinu, sbr. Djúpverjar. Félög sem fara út úr samböndum geta alltaf komist aftur inn, endurvakið.
Í raun vantar öflugan starfsmann sem heldur utan um upplýsingar, t.d. um mótin og miðlar upplýsingum um þau og jafnvel fer með börnin á mót. Hugmynd að Geislinn með þjálfara og HSS með starfsmann til að miðla, myndi eitt starf. 
Umræður um styrk sveitarfélaga til félaga og héraðsins. Héraðssambandið hefur fengið styrki frá Kaldrananeshreppi og Árneshreppi, hefur gengið heldur brösuglegar með Strandabyggð að gera styrktarsamning, er nú til samningur til þriggja ára. 
Hugmynd um að mynda fjölgreinafélag innan hvers sveitarfélags, þá þarf að hlera hvað sveitafélögin vilja gera og hvað við fáum fyrir það frá þeim. Stefna ÍSÍ er að allar sameiningar komi frá grasrótinni. Félögin þurfa að fara í naflaskoðun og fara yfir það hvað þau hafa, hvað þau þurfa og hvert þeir vilja stefna. Þarf ekki að sameina, hægt að auka/hlúa að samstarfi. Ekkert mál að hafa samband við ÍSÍ og fá ráðgjöf/aðstoð þegar komnar eru tillögur/samantekt frá félögunum. Viðar sem heldur utan um Fyrirmyndarfélagið gæti komið og aðstoðað sambandið og félögin í vinnu með samstarfið við sveitarfélögin. Hægt að skapa samráðsvettvang þar sem formenn aðildarfélaga hittast og bera saman eða fá stuðning frá hvert öðru, getur verið einu sinni í mánuði eða á sex mánaða fresti. Væri jafnvel hægt að fá starfsmann til að halda út heimasíðunni, áhugasamur og góður í að dæla upplýsingum inn á heimasíðuna, þarf ekki að vera á staðnum. Þá þurfa félagar að vera duglegir að miðla málum og upplýsingum.
Vangaveltur um sameiningu HSS og UDN. Hugmynd að stjórn HSS hafi samband við stjórn UDN um upplýsingar um hvað þeir eru að gera eða hvort þeir hafi hug á sameiningu.
4. Minnt á Sýnum karakter, fyrir þjálfara o.fl. á synumkarakter.is. Samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ.
Fundi slitið kl. 21.30
Hrafnhildur Þorsteinsdóttir ritaði fundargerð

04.03.2017 20:16

Úrslit frá Badmintonmóti HSS.

Badmintonmót HSS haldið á Hólmavík 4. mars 2017.
1. sæti Bjarki Guðlaugsson og Benedikt Bjarkason.
2. sæti ArnÞór Jónsson og Aðalheiður Bjarnadóttir.
3. sæti Júlíus Jónsson og Birna Karen Bjarkadóttir.
01.03.2017 09:19

Badmintonmót 4. mars.

Badmintonmót HSS 2017.
Baðmintonmót HSS verður laugardaginn 4. mars  í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, mótið hefst stundvíslega kl. 13:00. Þátttökugjald í mótið er aðgangsgjaldið að íþróttasalnum og greiðist í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar.
Keppt er í 1 opnum flokki í tvíliðaleik, hægt er að skrá á staðnum en best er að  skrá sig á skráningarblað sem liggur fram í Íþróttamiðstöðinni.
Mættum öll hress og kát.
  • 1
Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 769
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 89771
Samtals gestir: 6562
Tölur uppfærðar: 1.2.2023 01:19:07