Færslur: 2014 Desember

28.12.2014 18:45

Körfuboltamót 2014.

KÖRFUBOLTAMÓT HSS.

2014

 

 

         Körfuboltamót HSS verður haldið í Íþróttahúsinu á Hólmavík  n.k. þriðjudag 30. Des og hefst mótið kl. 18:00.   Keppendur mæti stundvíslega.  Keppendur skrá sig á staðnum.   Allir aldurshópar eru hvattir til að mæta.  3ja stigaskotkeppni verður og stingerkeppni.  Nánari upplýsinga veitir  Ragnar Bragason í síma 8983592.

         Við hvetjum sem flesta til að mæta og vera með, og endilega takið  góða skapið með.

 

                                                                  Stjórnin, og körfuboltaráð.

 

04.12.2014 11:43

Landsmót 50+

5.Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Blönduósi dagana 26.-28. júní 2015

Blönduós er góður staður til að halda slíkt mót, góð íþróttamannvirki eru til staðar og almenn þjónusta með ágætum.  Íþróttakeppnin fer öll fram á Blönduósi og í þéttbýlisstöðum þar í kring.

 

Undirbúningur er hafinn fyrir nokkru síðan og það er mikill metnaður í heimamönnum að gera mótið sem allra best úr garði og lögð verður áhersla að taka vel á móti öllum mótsgestum.  Þetta mót verður svipað og þau fyrri en þó verður lögð meiri áhersla á afþreyingu og skemmtun. 

 

Fyrirhugaðar keppnisgreinar:

Boccia, Bridds, Dráttarvélaakstur, Frjálsíþróttir, Golf, Hestaíþróttir, Judó, Lomber, Pútt einstaklingskeppni, Pútt liðakeppni, Ringó, Skák, Skotfimi, Starfshlaup, Stígvélakast, Sund, Þríþraut einstaklingskeppni.          

 

Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar um dagskrá koma smátt en hafa má samband við þjónustumiðstöð UMFÍ ef eitthvað er óljóst og þarfnast svara.

04.12.2014 11:06

Vel heppnað fótboltamót

Laugardaginn 29. desember fór fram vel heppnað fótboltamót HSS í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík.

30 krakkar frá íþróttafélögum í þremur sveitarfélögum kepptu en gestir komu frá Húnaþingi vestra og Dalabyggð. Auk þess spiluðu krakkar frá Reykhólahrepp og Kaldrananeshrepp með öðrum liðum.

Dagurinn var sannarlega skemmtilegur og viðburðarríkur, Félagsmiðstöðin Ozon sá um veitingasölu, sveitarféalgið Strandabyggð lánaði húsnæðið, Café Riis reiddi fram pizzur sem voru innifaldar í skráningargjaldi og Hólmadrangur veitti verðlaunapeninga.

Takk kærlega fyrir komuma og þátttökuna.

  • 1
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 769
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 89682
Samtals gestir: 6561
Tölur uppfærðar: 1.2.2023 00:15:19