Færslur: 2019 Október

21.10.2019 19:56

Samþykkt að veita íþróttabandalögum aðild að UMF

Fulltrúar sambandsaðila UMFÍ samþykktu á sambandsþingi UMFÍ síðdegis í dag með nær öllum atkvæðum umsókn íþróttabandalaga að UMFÍ. Við inngönguna fá íþróttabandalögin stöðu sambandsaðila innan UMFÍ.

Þau íþróttabandalög sem hafa staðfest umsókn sína eru Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalag Akraness (ÍA). 

Íþróttabandalögin þrjú eru boðin velkomin í hóp UMFÍ.

„Hreyfingin verður öflugri við þetta. Við horfum til framtíðar. Nú getum við sameinað krafta okkar og orðið öflugri samtök en áður,? segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.

Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, segir þetta frábæra niðurstöðu á þinginu: „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þetta sé leiðin að árangri. Ég hlakka mikið til að vinna með öllu þessu frábæra fólki í ungmennafélagshreyfingunni og læra af þeim. Saman getum við eflt íþrótta- og æskulýðsstarf í landinu.?

Sambandsþing UMFÍ fer fram á Laugarbakka í Miðfirði um helgina. Þar eru staddir yfir 100 fulltrúar allra 29 sambandsaðila UMFÍ um allt land.

 

Eftir samþykktina

  • Þegar íþróttabandalög bætast við UMFÍ fá þau stöðu sambandsaðila á sama hátt og önnur íþróttahéruð landsins.
  • Hvert og eitt bandalag þarf að sækja um inngöngu og geta þau sem ekki vilja gera það staðið utan UMFÍ.
  • Félög UMFÍ með beina aðild munu áfram halda aðild sinni að UMFÍ en í gegnum íþróttabandalög á sama hátt og flest aðildarfélög UMFÍ í dag. Í þeim tilvikum þar sem íþróttabandalag hefur ekki sótt um aðild verður staða félags með beina aðild óbreytt.
  • Með tillögum vinnuhóps um aðild hafa hagsmunir núverandi sambandsaðila varðandi lottó og fjölda þingfulltrúa verið tryggðir.
  • 1
Flettingar í dag: 762
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 89651
Samtals gestir: 6560
Tölur uppfærðar: 31.1.2023 23:54:17