Færslur: 2013 Nóvember

25.11.2013 11:12

Fótboltamót HSS og Hólmadrangs

Fótboltamót HSS

og HólmadrangsInnanhúsmót í fótbolta verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík sunnudaginn 8. desember. Mótið hefst kl. 11:00.

Keppt verður í flokkum: 11 ára og yngri (6. bekkur og yngri), 12-14 ára (7.-9. bekkur), 15-18 ára (10.bekkur-18 ára).


Þátttökugjald er kr. 2.200 á hvern leikmann. Innifalið eru pizzur frá Cafe Riis og þátttökuverðlaun fyrir keppendur.

Danmerkurfarar munu selja veitingar á staðnum.

Þátttakendur skrái sig hjá sínum þjálfurum, sem senda skráningar á netfangið [email protected]. Einstaklingar geta einnig skráð sig með sama hætti. Þeim verður raðað í lið á staðnum.


Skráningu lýkur fimmtudaginn 5. desember.

 

Krakkar frá félagssvæði USVH (Hvammstanga) og UDN
(Dalir og Reykhólasveit) eru boðnir sérstaklega velkomnir ásamt krökkum á félagssvæði HSS.


Styrktaraðilar mótsins eru Hólmadrangur og Strandabyggð

18.11.2013 12:49

Silfurleikar ÍR

Metþátttaka var á Silfurleikum ÍR síðastliðna helgi. 

Níu keppendur tóku þátt í Silfurleikunum fyrir hönd HSS og stóðu sig með prýði. Þar ber hæst að nefna brons sem Jamison Ólafur Johnson vann sér inn í 800 metra hlaupi 14 ára pilta.

Fjölmiðlar hafa fjallað um greinilegt uppbyggingarstarf í frjálsum íþróttum í minni félögum, svo sem í HSS. Athygli hefur verið vakin á góðri þátttöku og velgengni svo sem í frétt RÚV (http://ruv.is/frett/anita-nadi-hm-lagmarki-a-silfurleikum-ir).

Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar tekið er eftir góðu starfi. Til hamingju með árangurinn

16.11.2013 08:59

Handboltaæfing

Valdimar Grímsson verður með handboltaæfingu fyrir alla áhugasama í íþróttahúsinu á Hólmavík í dag, laugardaginn16. nóvember, kl. 16:30

Endilega nýtið ykkur sem flest þetta frábæra tækifæri

04.11.2013 13:34

Silfurleikar ÍR

Silfurleikar ÍR verða haldnir 16. nóvember í Laugardalshöllinni.

Keppnin er fyrir 17 ára og yngri, 10 ára og yngri keppa í fjölþraut, en eldri keppendur í völdum greinum.

Skráning fer fram hjá Esther á netfanginu [email protected] eigi síðar en á hádegi mánudaginn 11. nóvember.

  • 1
Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 769
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 89715
Samtals gestir: 6562
Tölur uppfærðar: 1.2.2023 00:36:38