Færslur: 2011 Apríl

25.04.2011 15:50

Ársþing HSS 2011


64. ársþing HSS verður haldið í Félagsheimilinu Árnesi þann 7. maí kl. 13:00.
 
Dagskrá:
 
1. Þingsetning.
2. Tilnefning fundarstjóra, varafundarstjóra, og tveggja fundarritara.
3. Skipun kjörbréfanefndar.
4. Skýrsla stjórnar.
5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
6. Skýrsla framkvæmdastjóra.
7. Kosning nefnda þingsins
     a) Uppstillingarnefnd.  
     b)  Fjárhagsnefnd. 
     c)  Íþróttanefnd        
     d)  Allsherjar og laganefnd.
8. Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda.
9. Nefndarstörf.
10. Nefndarálit, umræður og atkvæðagreiðslur.
11. Kosningar. 
      a)  Stjórn og varastjórn.
      b)  Tveir endurskoðendur og tveir til vara. 
      c)  Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglugerðum.
12. Önnur mál.
13. Þingslit.
 
Öllum meiri háttar málum skal vísað til nefnda.Fjárhagsnefnd skal fjalla um reikninga og fjárhagsáætlun næsta árs. Einfaldur meirihluti ræður afgreiðslu mála á ársþingi HSS, nema um lagabreytingu sé að ræða, þá þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða. Mikilvægt er að kjörbréf komi með þingfulltrúum.
  
Fulltrúafjöldi félaga: 
Harpa - 5
Hvöt - 5
Geislinn - 16
Golfkl. Hólmavíkur - 4
Skíðafélag Str. - 7
Neisti - 6
Sundf. Grettir - 5
Leifur Heppni - 5
Með félagskveðju, Vignir Örn Pálsson, formaður HSS.
 
  • 1
Flettingar í dag: 735
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 89624
Samtals gestir: 6560
Tölur uppfærðar: 31.1.2023 23:32:41