Færslur: 2008 Febrúar

19.02.2008 17:55

myndir

Komnar eru inn myndir frá körfuboltamótinu á Hólmavík sem haldið var 16. febrúar

06.02.2008 18:43

Úrvalshópur frí

Guðjón Þórólfsson hefur verið valinn í úrvalshóp FRÍ 15-22 ára. Opnar þetta mikla möguleika fyrir hann í framtíðinni. Innilega til hamingju með árangurinn Guðjón.

06.02.2008 15:41

Körfuboltamót á Hólmavík

Laugardaginn 9.febrúar næstkomandi verður körfuboltamót haldið í íþróttahúsinu á Hólmavík. Mun sameiginlegt lið Geislans og Kormáks keppa þar. Hvet ég alla sem hafa á því möguleika að mæta og hvetja krakkana okkar til dáða. Eru það 9.flokkur drengja sem keppir og hefst mótið klukkan 12:00 á laugardaginn.

02.02.2008 14:57

Guðjón í öðru

Guðjón Þórólfsson lenti í öðrusæti á Meistaramóti Íslands innanhúss. Hann stökk 1,83 sömu hæð og sigurvegarinn en í fleiri tilraunum. Er þessi hæð bæting upp á 8 cm en fyrir hafði Guðjón stokkið 1,75 innanhúss. HSS óskar Guðjóni innilega til hamingju með árangurinn.

02.02.2008 13:28

Svæðisfulltrúi Umfí hættir

Þau leiðu tíðindi hafa orðið að starf svæðisfulltrúa Vestfjarða hefur verið lagt niður. Var það Torfi Jóhannsson sem gegndi því starfi með sóma. HSS vill þakka Torfa fyrir góð kynni og þakkar honum góð störf.

02.02.2008 13:26

Keppandi á meistaramóti

Meistarmót Íslands 15-22 ára.
Nú um helgina er Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum haldið í Laugadalshöll. Á HSS einn keppenda en Guðjón Þórólfsson er að keppa þar í hástökki. Eins og flestir vita þá sigraði Guðjón í sínum flokki á Meistaramótinu í fyrra.
  • 1
Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 769
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 89715
Samtals gestir: 6562
Tölur uppfærðar: 1.2.2023 00:36:38