Færslur: 2010 Júlí

28.07.2010 13:10

Unglingalandsmót 2010

Jæja góðir hálsar (og aðrir útlimir)!

Nú er komið að því að fara á Unglingalandsmót 2010 sem haldið er í Borganesi þetta árið. Upplýsingar frá mótshöldurum komu frekar seint þetta árið og voru eiginlega á síðustu stundu með það en nú eru þær komnar í hús. 

Varðandi tjaldstæðið þá liggur það rétt norðan Borganess í landi Kárastaða, stóra UMFÍ hátíðartjaldið blasir við manni frá veginum og búið er að setja upp allar merkingar. Ekið er frá hringveginum inná vesturlandsveg (54) um hringtorgið norðan Borganess. Eftir að komið er út úr hringtorginu eru aðeins 100-200 metrar áður en ekið er frá Vesturlandsveginum til hægri að móttöku gesta á Unglingalandsmótsins.

"smá" mynd með..


Að öðrum málum þá er kominn inn mótadagskrá fyrir fimmtudaginn 29. júlí og hefst þá körfuboltinn. Auðvitað duttum við í lukkupottinn og hefjum leik kl: 13:00 í opnunarleik HSS/USVH - Þór Þ. Allir iðkenndur sem eiga búninga eru vinsamlegast beðnir um að taka þá með sér, bæði í fótbolta og körfu. Þeir sem hafa fengið lánaða búninga hjá Geislanum eru einnig vinsamlegast beðnir um að koma með þá og skila þeim þá eftir mót.

Annars vonum við að sjá sem flesta um helgina!

21.07.2010 15:01

Barnmótið búið!

Barnamót HSS var haldið í fínasta veðri ásamt kríunum í Sævangi þriðjudaginn 20. júlí. Margmennt var á svæðinu og skemmtu sér allir konunglega. Um 30 keppendur voru á mótinu í öllum aldursflokkum á bilinu 0-12 ára. Yngsti keppandi ársins var Mikael Árni Jónsson en hann er ný orðinn 3 ára.

Úrslir mótsins er hægt að finna hér á síðunni undir flipanum hérna til hægri sem heitir skrár, þar er hægt að finna möppuna files og þar er valið Barnamót HSS 2010.

16.07.2010 13:14

Barnamót HSS

Næstkomandi þriðjudag, 20 júlí, mun Barnamót HSS í frjálsum fara fram í Sævangi. Mótið hefst kl:20:00 og geta allir iðkenndur innan HSS skráð sig. Mótið er fyrir iðkenndur á aldrinum 0-12 ára.

Steinar sér um skráningu í síma 867-1816 eða á netfangið [email protected]

16.07.2010 13:13

Unglingalandsmót 2010

Unglingalandsmót í Borganesi!

Nú fer senn að líða að 13. unglingalandsmóti sem haldið verður í Borganesi þetta árið, mótið fer fram dagana 29. júlí - 1. ágúst. Allir sem skráðir eru í HSS á aldrinum 11-18 ára eiga nú möguleika á því að skreppa í Borganes og keppa í hinum ýmsu greinum. Greinarnar sem eru í boði eru dans, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, mótocross, skák og sund. Keppnisgreinar fatlaðra eru sund og frjálsíþróttir.

Glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar í Borgarnesi. Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur og við hlið hans eru knattspyrnuvellir, sundlaug og íþróttahús. Önnur íþróttamannvirki eru í bænum eða næsta nágrenni. Tjaldstæði keppenda verður rétt utan við bæinn en boðið verður uppá góðar samgöngur að keppnissvæðunum.

Eins og síðustu ár mun HSS verða í samstarfi með Hvammstanga á  mótinu og verður því nóg af félagskap á svæðinu. Steinar Ingi mun sjá um skráningu á mótið þetta árið en hægt er að ná í hann í síma 867-1816 eða á netfangið [email protected] SÍÐASTI SKRÁNINGADAGUR ER 20. JÚLÍ! Eftir það er ekki hægt að skrá lengur á mótið og er því um að gera að skrá sem fyrst svo enginn gleymist.

Þáttökugjald er 6000kr á keppanda en HSS borgar niður 1000kr af hverjum og einum.

HSS  


13.07.2010 13:55

Úrslit móta

Nú er hægt að finna úrslit Frjáls íþróttamóts HSS 2010 ásamt úrslitum sundmótsins sem haldið var í Bjarnafirði í byrjun sumarsins hérna á síðunni. Ef klikkað er á "skrár" í valmögunum hérna á hægri hönd opnast gluggi með öðrum valmöguleikum, klikkaðu á "files" og birtast á niðurstöður mótanna sem haldin hafa verið.

12.07.2010 14:51

Hérðasmótið búið!

Laugardaginn 10, júní var Héraðsmót HSS haldið út á Sævangi í sólskyni og góðu verði, mótið fór vel fram og var þáttaka með mestu ágætum en um 50 manns voru skráð til keppni í öllum aldurflokkum. fyrir utan sveina 15-16 ára. Neisti bar sigur af hólmi og endaði með 241 stig í heildina, Geislinn var í öðru sæti með 123, Hvöt í því þriðja með 82,5 stig og Harpa rak lestina með 75,5 stig í fjórða sæti.

07.07.2010 14:38

Héraðsmót á næstunni!

Laugardaginn 10. júlí verður haldið hérðasmót HSS í frjálsum íþróttum, hefðin breytir sér ekki og munu leikarnir fara fram á Sævangi og hefjast tímanlega kl. 13:00. Skráning í er í höndum Steinar í síma 8671816 eða á netfangið [email protected]

Vonum að sjá sem flesta á laugardaginn í góðu skapi og til í skrallið!
  • 1
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 15
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 88716
Samtals gestir: 6486
Tölur uppfærðar: 28.1.2023 00:51:12