Færslur: 2013 Febrúar

28.02.2013 08:40

Héraðsmót í badminton laugardaginn 9. mars


Héraðsmót HSS í badminton verður haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík laugardaginn 9. mars nk. Mótið hefst kl. 13:00. Keppt verður í tvíliðaleik í opnum flokki (ekki skipt í kyn eða aldursflokka). Mótið er ætlað keppendum 14 ára og eldri og þátttökugjald er kr. 690.- pr. mann sem greiðist í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir efstu sætin

Skráningarblað liggur frammi í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, en einnig er hægt að skrá sig hjá Arnari með því að senda póst í netfangið [email protected].

26.02.2013 10:30

Góð frammistaða á Ísafirði

Félagsmenn úr Skíðafélagi Strandamanna gerðu góða ferð á Ísafjörð um nýliðna helgi, en þar kepptu þeir í Vestfjarðamóti í hefðbundinni göngu með lengri vegalengd. Erfiðar aðstæður settu svip á mótið en strekkingsvindur og rigning voru þegar það var haldið. Sex Strandamenn kepptu á mótinu og náði Birkir Þór Stefánsson þeirra hæst, en hann var í öðru sæti í 30 km. göngu, nokkrum mínutum á eftir Daníel Jakobssyni. 

25.02.2013 15:29

Nýr vefur Strandagöngunnar

Nú styttist óðum í Strandagönguna 2013, en hún verður haldin laugardaginn 16. mars nk. Opnuð hefur verið ný vefsíða fyrir gönguna, en hún er á slóðinni strandagangan.123.is. Það er mikil stemmning fyrir göngunni í ár og vitað er um fjölda manns sem ætlar að leggja leið sína á Strandir í tilefni hennar.

Að sögn Ragnars Bragasonar hjá Skíðafélagi Strandamanna er í skoðun að búa til skemmtilega dagskrá á sunnudeginum eftir gönguna, nokkurs konar skíðaleika. Undirbúningur að því er þó á byrjunarstigi. Dagskrá sunnudagsins verður væntanlega auglýst betur eftir því sem nær dregur.

22.02.2013 12:00

Dagskrá skíðamóta komin á vefinn


Það er fullt af mótum á döfinni á næstunni hjá Skíðafélagi Strandamanna. Þar ber að sjálfsögðu hæst Strandagönguna sem fer fram 16. mars, en það stefnir í að hún verði afskaplega fjölmenn í ár. Hægt er að sjá mótin með því fara á vefsíðu sem inniheldur mótadagskrá hér á vefnum - sjá hér.

19.02.2013 11:26

Góður árangur í Bláfjallagöngu


Strandamenn kepptu í Bláfjallagöngunni sem haldin var um síðustu helgi og stóðu sig með mikilli prýði. Af 56 keppendum komu 14 frá Ströndum.

Í 2 km. göngu varð Jón Haukur Vignisson annar og Stefán Þór og Árný Helga Birkisbörn urðu í 5.-6. sæti, en þau voru langyngstu keppendurnir á mótinu. Í 5. km. göngu fór Friðrik Heiðar Vignisson með sigur af hólmi og Halldór Víkingur Guðbrandsson varð í öðru sæti í karlaflokki. Branddís Ösp Ragnarsdóttir var langfyrst í 10 km. göngu kvenna og Númi Leó Rósmundsson var í 2. sæti í 10 km. göngu karla og Stefán Snær Ragnarsson í 4. sæti. Í 20 km. göngu kvenna varð Sigríður Drífa Þórólfsdóttir í öðru sæti. Ragnar Bragason og Birkir Þór Stefánsson gerðu það gott í 20 km. göngu 35-49 ára þar sem Ragnar varð í fyrsta sæti og Birkir í því þriðja. Vignir Örn Pálsson varð í níunda sæti af fjórtán keppendum. Í 20 km. göngu karla 50 ára og eldri var Rósmundur Númason í öðru sæti af 9 keppendum.

Góður árangur hjá Strandamönnum og nú er hægt að fara að hlakka til Strandagöngunnar sem fer fram þann 16. mars nk.

11.02.2013 10:13

Fundur í Borgarnesi.

ÁNÆGJUVOGIN -STYRKUR ÍÞRÓTTA

 

niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt

 íþróttastarf fyrir börn og ungmenni

 

 

Ánægjuvogin er könnun sem UMFÍ og ÍSÍ stóðu að í sameiningu á stöðu íþróttastarfs, ánægju iðkenda, stöðu áfengis og tóbaksnotkunar og fleira meðal sambandsaðila í 8.-10.bekk.

 

Mánudaginn 11.febrúar munu UMFÍ og ÍSÍ standa í sameiningu fyrir fundi í Hjálmakletti, menningarhúsi Borgarfjarðar og hefst fundurinn klukkan 20:00.

 

Þar mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, m.a. ræða um hvort að íþróttahreyfingin sé að standast áskoranir nútímasamfélags eða eingöngu að þjálfa til árangurs. Viðar mun styðjast við niðurstöður rannsóknarinnar Ánægjuvogin sem Rannsókn og greining gerði fyrir UMFÍ og ÍSÍ.

 

 

 

Þátttaka er ókeypis og öllum heimil.

  • 1
Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 769
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 89741
Samtals gestir: 6562
Tölur uppfærðar: 1.2.2023 00:57:47