Færslur: 2013 Júní

26.06.2013 13:17

SamVest

SamVest mótinu á Borgarnesi hefur verið frestað um 1-2 daga vegna veðurs. Fylgist með hér: https://www.facebook.com/groups/403427516367279/561762543867108/?notif_t=group_activity

21.06.2013 13:01

Hólmadrangshlaup.

Í gær var haldið svokallað Hólmadrangshlaup sem er götuhlaup þar sem keppt var í 3, 5 og 10 km hlaupi.  Hólmadrangur gaf verðlaun og bauð öllum þátttakendur í sund eftir hlaup.  37 hlauparar á öllum aldri tóku þátt í hlaupinu.  Við flögguðum fána ÍSÍ og HSS til heiðurs Ólafs Rafnssonar  við hlið íslenskafánans og tókum hópmynd við fánaborgina fyrir hlaup.  HSS þakkar öllum fyrir þátttöku í hlaupinu og sérstaklega Hólmadrangi  fyrir að styrkja hlaupið með að kosta verðlaunapeninga og sund fyrir keppendur, einnig styrkti Vífilfell hlaupið með drykk fyrir hlaupara eftir hlaup.20.06.2013 17:46

SamVest mót í Borgarnesi

SamVest mót í Borgarnesi 26. - 27. júní 2013

 

Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga blása til SamVest-móts fyrir 11 ára og eldri. Mótið verður haldið á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og hefst mótið kl. 18.00 báða dagana.

Fyrir keppendur sem fæddir eru 2001 - 2002 er keppnin annan daginn, 26. júní. Fyrir keppendur fædda 2000 og fyrr, er keppni báða dagana.

Aldurshópar og keppnisgreinar eru:

11-12 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, 600 m hlaup, (árgangarnir keppa saman en

verðlaun eru veitt í hvorum flokki fyrir sig)

13 - 14 ára: hástökk, langstökk, 100 m hlaup, 800 m hlaup , 60 m grindahlaup, kúluvarp, kringlukast, spjótkast (árgangarnir keppa saman en verðlaun eru veitt í hvorum flokki)

15 ára: kúluvarp, spjótkast, 100 m, langstökk, 800 m, kringlukast, hástökk, 100 m grindahlaup

16 ára og eldri: kúluvarp, spjótkast, 100 m, langstökk, 800 m, kringlukast, hástökk, 100 m grind

Skráningar berist á netfangið [email protected] eða til þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 25. júní.


Foreldrar, sem og aðrir, eru hvattir til að mæta með börnum sínum, einnig þó börnin séu í Frjálsíþróttaskólanum sem fram fer þessa vikuna í Borgarnesi, það gefur mikinn stuðning.

Fylgist einnig með Facebook-síðu SamVest:

 https://www.facebook.com/groups/403427516367279/

Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þá sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á [email protected] (með nafni og félagi).


Hlökkum til að sjá ykkur!

Með frjálsíþróttakveðju,

SamVest samstarfið  

20.06.2013 10:53

Ólafur E. Rafnsson látinn

Flaggað verður í hálfa stöng í dag, fimmtudaginn 20. júní, til minningar um Ólaf E. Rafnsson, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Sjá nánar á http://isi.is/frettir/frett/2013/06/19/Olafur-E.-Rafnsson-latinn/

19.06.2013 12:47

Hólmadrangshlaup

Árlegt Hólmadrangshlaup fer fram á Hólmavík á morgun, fimmtudaginn 20. júní, klukkan 18:00.

Hlaupið er frá Íþróttamiðstöðinni og stendur valið milli þess að hlaupa 3, 5 eða 10 km. Engin skráning er naunsynleg og skráningagjald er að sjálfsögðu ekkert en ráðlagt er að mæta tímalega.

Allir þátttakendur hljóta viðurkenningu að hlaupi loknu.

HSS þakkar Hólmadrangi fyrir samstarfið og stuðninginn og hlakkar til að sjá sem flesta þátttakendur.

07.06.2013 14:11

Æfingar í sumar

Sumaræfingatafla Geislans er komin inn um lúguna þína.

Við hvetjum alla til að nýta sumarið til hreyfingar og útiveru.

07.06.2013 13:23

Nýr framkvæmdastjóri HSS.

HSS hefur endurnýjað samstarfssamning sinn við Strandabyggð.  Gegnir nú nýr tómstundafulltrúi Esther Ösp Valdimarsdóttir starfi framkæmdastjóra HSS.  Við í stjórn HSS bjóðum hana velkomna til starfa.
  • 1
Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 769
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 89771
Samtals gestir: 6562
Tölur uppfærðar: 1.2.2023 01:19:07