Færslur: 2016 Maí

27.05.2016 12:04

Úrslit, Hólmadrangshlaup

11 keppendur tóku þátt í Hólmadrangshlaupinu.  Hólmadrangur gaf þátttökuverðlaun að hlaupi loknu, við færum þeim bestu þakkir fyrir það.
 Hér fyrir neðan koma tímarnir. þess má geta að engin hljóp 3 km þetta árið.


5 km.
Vignir Örn Pálsson 30,36 -
Rósmundur Númason 30,53 -
Björk Ingvarsdóttir 40,20 -
Guðjón Hraunberg 49,04 -
 

10 km.
Klemenz Sæmundsson 43,16 -
Jón Eðvald Halldórsson 53,20 -
Magnús Steingrímsson 55,33 -
Kolbrún Þorsteinsdóttir 58,18 -
Viktor Elmar Gautason 1,07,09
Sævar Eðvald Jónsson 1,07,28
Guðmundur B Sigurðsson 1,28,04


þökkum öllum fyrir gott hlaup.

24.05.2016 13:02

Hólmadrangshlaupið

Hólmadrangshlaupið verður haldið fimmtudaginn 26. maí á Hólmavík.  Hlaupið hefst kl. 18 og verður hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík.   Hægt er að velja um þrjár vegalengdir: 3 km, 5 km og 10 km.  Allir þátttakendur í hlaupinu fá verðlaunapening fyrir þátttökuna frá Hólmadrangi á Hólmavík sem er styrktaraðili hlaupsins.  Skráning fer fram á staðnum.

 

                  Héraðssamband Strandamanna.

19.05.2016 13:55

Landsmòt 50+

Skráning er hafin á Landsmót UMFÍ 50+. Mótið verður haldið á Ísafirði dagana 10.-12. júní.

 

Þú getur skráð þig hér á vef UMFÍ.

 

Allir sem eru 50 ára og eldri geta tekið þátt í þeim fjölmörgu hefðbundnu og óhefðbundu keppnisgreinum sem verða á mótinu, hvort sem þeir eru í Ungmennafélagi eða ekki. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald sem er 4.500 krónur og öðlast þeir við það þátttökurétt í öllum keppnisgreinum mótsins.

 

Landsmót UMFÍ 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð og verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar.

 

Á meðal hefðbundinna greina á landsmótinu á Ísafirði eru skák og sívinsælar greinar á borð við pútt, bridge og boccia. Þeir sem vilja reyna sig í óhefðbundnum greinum geta keppt í pönnukökubakstri, sem er orðinn fastur liður á landsmótunum. En nú bætist líka við æsispennandi og framandi greinar á borð við netabætingu og línubeitningu.

Á meðal annarra greina eru þríþraut, kajak, sund og strandblak, karfa, golf, frjálsar, bogfimi, skotfimi og badminton. Svo má auðvitað ekki gleyma stígvélakastinu!

 

Skoðaðu dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+ á vef UMFÍ. Þar finnur þú áreiðanlega þína uppáhaldsgrein.

04.05.2016 09:34

Erindi fyrir ársþing. Sameiningar og styrking innra starfs

Tröllatungu 3.mai 2016

Erindi flutt á Ársþingi HSS 4. maí 2016

Efni: Sameiningar og styrking innra starfs

 

 

Ég undirritaður lofa því og legg við drengskap minn, að meðan ég er í þessu fjelagi, skal ég vinna með alhug að heill þessa fjelags, framförum sjálfs míns, andlega og líkamlega, og að velferð og sóma þjóðar minnar í öllu því sem þjóðlegt er, gott og gagnlegt.

       Lögum og fyrir skipunum fjelagsins vil ég í öllu hlýða, og leggja fram krafta mína til allra þeirra starfa, sem mér kann að verða falið að leisa af hendi fyrir fjelagið (Skuldbinndingaskrá Málfluttningfélagsins ,,Hvöt").

 

Svo hljóða fyrstu skrif í fundargerðarbók Málflutningfélagsins Hvatar, síðar Ungmennafélagið Hvöt, þann 20. mars árið 1920. Félagið var stofnað að Heydalsá og er enn til, 96 árum síðar. Þeir sem gengu í félagið voru skuldbundnir til að vinna að heilindum fyrir sig og félagið, það hefur ekki breyst. Á undanförnum árum hefur íbúum hins vegar fækkað mikið og er starfsemi Umf. Hvatar orðin að engu.

            Félgasheimilið Sævangur var mikið til byggt af sjálfboðaliðum árið 1957 og var einnig gerður góður íþróttavöllur sem átti eftir að gera mikið fyrir sveitina. Þar voru haldnar æfingar og keppnir í frjálsum íþróttum og fótbolta á sumrin og ýmislegt brallað á veturna. Komu yfirleitt flestir sveitungar og gestir þeirra og áttu glaðan dag saman.  Í dag er húsið starfsstöð Sauðfjárseturs á Ströndum og er gott að vita til þess að húsið hafi notagildi þótt tímarnir hafi breyst.

            Snjallsímar, tölvur, sjónvörp og ipadar eru góður félagsskapur. Ég velti þó fyrir mér hvaða afleiðingar mikil notkun þessara tækja muni hafa á heilsufar manna og félagsleg samskipti. Forvarnarstarf íþróttahreyfingarinnar verður því enn mikilvægara en áður og hér þarf HSS að beita sér. Hvers kyns hreyfing er góð fyrir heilsuna, bæði andlega og líkamlega. Börn sem eru meðalíþróttafólk, afreksbörn og svo börnin sem hafa takmarkaða hreyfi- eða félagsgetu þurfa öll á öflugu íþróttastarfi að halda. ,,Að vera með" er mikilvægt fyrir öll börn, ekki síst til að varnast því að tölvan gleypi þau. Hér þarf að endurvekja gamla ungmennafélagsandann og tryggja að allir sitji við sama borð hvað varðar aðgengi að öflugu íþróttastarfi og umbun og hvatningu við hæfi.

            Ég hef velt mikið fyrir mér sameiningum félaga og möguleikanum á að þjappa starfinu meira saman. Í stað þess að við störfum hvert í sýnu horni þurfum við að vinna þetta sem ein heild, sama hvort um er að ræða Drangsnesing, Hólmvíking eða Tungusveitung. Því langar mig að leggja það til að starfi HSS verði breytt þannig að tryggja megi aukið samstarf. Tillagan felur í sér að sameina íþróttafélögin og deildarskipuleggja starfið. Þannig myndi starfa skíðadeild, golfdeild, fótboltadeild, sunddeild, frjálsíþróttadeild o.s.frv. Formaður hverrar deildar bæri ábyrgð á upplýsingaflæði, samskiptum við viðkomandi íþróttabandalag og þess háttar. Hlutverk formanns HSS væri því frekar fólgið í því að stiðja við deildirnar í sínu starfi og að vera sá leiðbeinandi sem við þurfum og getum leitað til með spurningar.

            Hér með fer ég þess á leit að ársþing HSS taki afstöðu til þess að sameina þau íþróttafélög sem heyra undir héraðssambandið og deildarskipuleggi starfið.

 

Virðingarfyllst,

Sigríður Drífa Þórólfsdóttir, formaður umf. Hvatar

02.05.2016 11:25

Ársþing 2016

Ársþing HSS árið 2016 verður haldið í félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 4. maí kl. 19:30

Dagskrá þingsins:

1. Þingsetning

2. Tilnefning fundarstjóra, varafundarstjóra, og tveggja fundarritara

3. Skipun kjörbréfanefndar

4. Skýrsla stjórnar

5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar

6. Skýrsla framkvæmdastjóra

7. Kosning nefnda þingsins

      a. Uppstillingarnefnd

      b. Fjárhagsnefnd

      c. Íþróttanefnd

      d. Allsherjar og laganefnd

8. Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda

9. Nefndarstörf

10. Nefndarálit, umræður og atkvæðagreiðslur

11. Kosningar

       a. Stjórn og varastjórn

       b. Tveir endurskoðendur og tveir til vara.

       c. Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglugerðum.

12. Önnur mál
                a. Tilaga frá Hvöt um sameiningu aðildarfélaga.

13. Þingslit

 

Öllum meiri háttar málum skal vísað til nefnda. Fjárhagsnefnd skal fjalla um reikninga og fjárhagsáætlun næsta árs. Einfaldur meirihluti ræður afgreiðslu mála á ársþingi HSS, nema um lagabreytingu sé að ræða, þá þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.

                Stjórnin.

Mikilvægt er að kjörbréf komi með þingfulltrúum.

 

Fulltrúafjöldi aðildarfélaga árið 2016 er eftirfarandi:

Umf. Geislinn.......................... 18

Skíðafélag Strandamanna..........7

Umf. Neisti............................... 7

Umf. Hvöt..............................   5

Umf. Leifur Heppni....................5

Sundfélagið Grettir................... 5

Golfklúbbur Hólmavíkur.............. 3

  • 1
Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 769
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 89715
Samtals gestir: 6562
Tölur uppfærðar: 1.2.2023 00:36:38