Færslur: 2014 Mars

31.03.2014 09:28

Aðalfundur SamVest

Aðalfundur SamVest 2014

Boðað er til aðalfundar í samstarfi SamVest þann 6. apríl næstkomandi.

Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, í framhaldi af samæfingu SamVest í Laugardalshöllinni.

Stefnt er á að fundurinn hefjist kl. 15.30.

ALLIR úr SamVest-samstarfinu eru velkomnir.

Dagskrá dagsins:

Kl. 12.00 - 14.30 Frjálsíþróttaæfing í Laugardalshöll

Kl. 14.40 - 15.20 Matur. Kaffi Easy. Matur í fundarsal B

Kl. 15.30 - 17.00 Krakkarnir í sund

Kl. 15.30 - 17.00 Aðalfundur Samvest

- Fundur í fundarsal B Íþróttamiðstöðinni Laugardal.

1. Verkefnisstjórn Samvest staðfest (í henni eru 1 frá hverju aðildarfélagi, samböndin tilkynni ef breytingar verða)

2. Skýrsla framkvæmdaráðs, umræða um reynsluna af samstarfinu fram að þessu og framhaldandi starf

3. Dagskrá og verkefni sumarsins

4. Kjör framkvæmdaráðs Samvest

(skv. samstarfsyfirlýsingu eru 3 ftr. í frkv.ráði. Hér með er gerð tillaga um að þeir verði 4-5)

5. Önnur mál

Framkvæmdaráð SamVest

31.03.2014 09:24

SamVest samæfing

Samæfing SamVest í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll 6. apríl 2014

Kynning til iðkenda og foreldra

Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar í frjálsum íþróttum fyrir iðkendur sína.

Æfingin fer fram í Laugardalshöllinni, Reykjavík, sunnud. 6. apríl 2014 frá kl. 12.00 - 14.30.

Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:

Æfingin er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2004) og eldri

o Krakkarnir fara í aldursskiptar æfingastöðvar (sjá hér síðar)

Stefnt er að því að taka fyrir eftirtaldar greinar - nöfn þjálfara verða birt síðar:

o Hástökk: gestaþjálfari

o Þrístökk: gestaþjálfari

o Kringlukast og sleggjukast: gestaþjálfarar

o Grindahlaup: gestaþjálfari

o Hlaup - hittingur "hlaupahóps SamVest" og Gunnars Páls Jóakimssonar, þjálfara hjá ÍR en hann hefur útbúið hlaupaprógramm fyrir okkar krakka, einkum þau eldri.

Lok æfingar um 14.30. Eftir æfingu ætlum við að borða saman í húsnæði ÍSÍ (í göngufæri). Verðupplýsingar síðar.

Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu - létt hressing/nesti meðan á æfingu stendur er í boði SamVest - en matur eftir æfingu greiðist af hverjum þátttakanda fyrir sig.

Kæru iðkendur og foreldrar!

Endilega fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!

Við þurfum að vita hverjir koma á æfinguna og hverjir verða í mat: Endilega látið vita um mætingu með því að skrá ykkur eða ykkar barn hér í þetta sameiginlega skjal - smellið HÉR - fyrir kl. 22.00 fimmtudagskvöldið 3. apríl nk.

Fylgist líka með fréttum á Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.

Með frjálsíþróttakveðju,

Framkvæmdaráð SamVest hópsins

 

29.03.2014 22:13

Skíðaganga í Selárdal.

Á sunnudaginn verður svo HSS-mót í Selárdal þar sem keppt verður í skiptigöngu í öllum flokkum 9 ára og eldri, en 8 ára og yngri ganga 1 km án tímatöku.  Skiptiganga er þannig að fyrst er gengið með hefðbundinni aðferð síðan skipt um skíði og stafi og seinni hlutinn genginn með frjálsri aðferð, ekki er þó skylda að skipta um skíði og stafi.  Skiptigangan hefst kl. 14:00, allir að mæta og taka þátt.  Það er frábært skíðafæri í Selárdal núna.

18.03.2014 09:42

Pistill frá Leif Heppna

Ungmennafélagið Leifur Heppni.

Þá er komið að árlegum pistli frá Leif Heppna og er hann svona.

Árið byrjaði með bridge móti sem haldið var í félagsheimilinu Árnesi og fór enginn
mikið tapsár heim.
17 .Júni var haldinn hátíðlegur eins og vanalega með Víðavangshlaupi og eins og svo oft áður þá unnu allir sem voru með. Einnig var pokahlaup ásamt ýmsu öðru gert sér og öðrum til skemmtunar.
Seinna um sumarið var haldið barnamót í frjálsum íþróttum og var það haldið á íþróttavellinum að Árnesi og tókst það vel, keppt var í ýmsum greinum. Fengu allir keppendur pening fyrir vikið og var endað með góðri pulsu (pylsu) veislu.
Ekki má nú gleyma að það var haldið mýrarbollta mót um verslunarmannahelgina,
og komust færri að en vildu. Um 100manns tóku þátt og var þetta þrælmagnað og verður vonandi aftur.
Eitt var töluverðu í sundaðstöðuna, var sett rafmagnstíring fyrir heitan pott, einnig voru endurnýjaðar allar kaldavatnslagnir frá inntaki og hefur varla heyrst kvörtun síðan, en hátt í (ca) 5000 manns komu í laugina á liðnu sumri.

Kveðja Guðbrandur Óli Albertsson.

13.03.2014 13:23

Strandagangan

Strandagangan er árlegur stórviðburður í íþróttalífinu á Ströndum. Hún er einnig ómissandi hluti af Íslandsgöngunni sem er röð skíðagöngumóta sem trimmnefnd Skíðasambands Íslands hefur efnt til árlega síðan 1985. Henni er ætlað að höfða til allra sem áhuga hafa á skíðaíþróttum, bæði þeim sem leitast eftir ánægjulegri og hollri útiveru og eins metnaðarfyllra keppnisfólki.


Fyrsta Strandagangan var haldin árið 1995 og hefur hún aldrei fallið niður, enda er yfirleitt hægt að finna snjóþung svæði á starfssvæði Skíðafélags Strandamanna. Gangan er fyrir alla aldurshópa, vana sem óvana. Vegalengdir eru 1 km. fyrir 12 ára og yngri og 5, 10 og 20 km. eru í boði fyrir aðra aldurshópa. Keppt hefur verið í sveitakeppni í öllum vegalengdum frá árinu 2007.


Á Strandagöngunni eru jafnan veglegir verðlaunagripir í boði. Sá veglegasti og merkilegast er án efa Sigfúsarbikarinn, en hann er farandbikar sem hlotnast þeim einstaklingi sem kemur fyrstur í mark í 20 km. göngu. Þessi glæsilegi bikar var gefinn var af Heilbrigðisstofnun Hólmvíkur árið 2003 til minningar um Sigfús Ólafsson fyrrverandi héraðslækni Strandamanna og forvígismann á sviði skíðagöngu á Ströndum á síðari árum.


Strandagangan er þó ekki síst þekkt fyrir það sem kemur í kjölfarið, en þá er keppendum boðið í veglegt kaffisamsæti og verðlaunaafhendingu. Borðin svigna jafnan undan kræsingum fyrir svanga göngugarpa og alla aðra sem vilja styðja við starfsemi Skíðafélags Strandamanna. Fyrir marga er þetta hápunktur Strandagöngunnar.

Að þessu sinni, 15. mars næstkomandi, er Strandagangan haldin í 20. skiptið.


Dagskrá Strandagöngunnar 2014:

Föstudagur 14. mars:

Afhending númera og skráning kl. 20-22 hjá Völu og Kristjáni Kópnesbraut 23 Hólmavík

Laugardagur 15. mars:

kl. 12 Skráningu lýkur

kl. 12.30 start í 1 km vegalengd

kl. 13 start í 5, 10 og 20 km vegalengdum

eftir kl. 14 sturtur og heitir pottar í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

kl. 16 kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík


Sunnudagur 16. mars:

kl. 10-12 Skíðaleikjahátíð í Selárdal

Vegalengdir:

20 km

Karlar 16-34 ára, karlar 35-49 ára, karlar 50-59 ára og karlar 60 ára og eldri

Konur 16-34 ára, konur 35-49 ára, konur 50-59 ára og konur 60 ára og eldri

10 km

Karlar

Konur

5 km

Karlar

Konur

1 km Aðeins fyrir krakka 10 ára og yngri (fædd 2003 og síðar)

Strákar

Stelpur


Skráningar:

Skráningar skal senda í tölvupósti til Aðalbjargar Óskarsdóttur ritara Skíðafélags Strandamanna á netfangið [email protected] upplýsingar sem þurfa að vera í skráningunni eru:

Nafn keppanda
Hérað
Fæðingarár
Vegalengd
Gsm-símanúmer

Einnig skal senda með skráningar í sveitakeppnina fyrir þá sem vilja vera með í henni og taka fram hvort þið ætlið að vera með í Skíðaleikjahátíðinni á sunnudeginum.


Þátttökugjald:

16 ára og eldri allar vegalengdir 3.500 kr
15 ára og yngri 1.000 kr

Nánari upplýsingar finnast á www.strandagangan.123.is

13.03.2014 09:36

Héraðsmót HSH

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum, Stykkishólmi 29. mars 2014

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss verður haldið í íþróttahúsinu Stykkishólmi laugardaginn 29. mars 2014.

Mótið hefst kl. 11.00 stundvíslega.  Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum sínum, taka þátt í framkvæmd mótsins og hvetja keppendur.

 

Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

8 ára og yngri,       Langstökk, með og án atrennu og 35m hlaup

9 - 10 ára                Langstökk, með og án atrennu, hástökki og 35m hlaup

11 - 12 ára,             Langstökk, með og án atrennu, hástökki, kúluvarpi  og 35m hlaup

13-14 ára,               Langstökk, með og án atrennu, hástökki, kúluvarpi  og 35m hlaup

15-16 ára,               Langstökk, með og án atrennu, hástökki, kúluvarpi  og 35m hlaup

17 ára og eldri,      Langstökk, með og án atrennu, hástökki, kúluvarpi  og 35m hlaup

Skráningargjald er kr. 250 á grein.

Greiðist inn á reikning  0321-13-300076.  Kt. 620169-5289

Þegar skráð er þarf að gefa upp kennitölu keppanda og hvað greinar á að keppa í.

Skráning er hjá

Kristínu Höllu, þjálfara, Grundarfirði, í síma 899-3043 eða [email protected] 

Gísla, þjálfara, Stykkishólmi, í síma 861-8389 eða netfangið [email protected]

Einnig í netfangið [email protected]

Skráningu lýkur miðvikudaginn 26. mars kl. 20.00.

  • 1
Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 769
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 89741
Samtals gestir: 6562
Tölur uppfærðar: 1.2.2023 00:57:47