Færslur: 2013 Apríl

28.04.2013 14:55

66. Ársþing HSS

     66. Ársþing HSS verður haldið í Félagsheimilinu Sævangi þriðjudaginn 30. april kl. 19:30.  Þingfulltrúar vinsamlega mætið stundvíslega.

            1.         Þingsetning.

2.         Tilnefning fundarstjóra, varafundarstjóra, og tveggja fundarritara.

3.         Skipun kjörbréfanefndar.

4.         Skýrsla stjórnar.

5.         Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.

6.         Skýrsla framkvæmdastjóra.

7.         Kosning nefna þingsins. a) Uppstillingarnefnd.  b)  Fjárhagsnefnd. 

c)  Íþróttanefnd         d)  Alsherjar og laganefnd.

8.         Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda.

9.         Nefndarstörf.

10.       Nefndarálit,  umræður og atkvæðagreiðslur.

11.       Kosningar.  a)  Stjórn og varastjórn sbr. 17. grein.    b)  Tveir endurskoðendu og tveir til vara.  c)  Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglugerðum.

12.       Önnur mál.

13.       Þingslit.          

                        Með félagskveðju,                  Vignir Örn Pálsson. Form. HSS.

Fulltrúa fjöldi félaga:  Harpa             5

                               Hvöt               5

                               Geislinn         16

                               Golfklúbbur Hólm.           4

                               Skíðafélag Strandam.      6

                               Neisti              7

                               Sundf. Gettir    5

                               Leifur Heppni   5

 

 

12.04.2013 20:05

Héraðsmót í skíðagöngu.


Ef veður leyfir verður haldin skiptiganga á morgun laugardaginn 13. apríl í Selárdal kl. 14.  Í skiptigöngu er fyrst genginn 1 hringur með hefðbundinni aðferð og síðan skipt um skíði og annar hringur genginn með frjálsri aðferð.  Mótið er um leið héraðsmót í skíðagöngu og er haldið sameiginlega af HSS og SFS.  Veður hefur verið heldur óstöðugt síðustu daga en útlit er fyrir að rofi til á morgun þannig að hægt verði að halda mótið.  Fylgist með fréttum á þessari síðu því ef veðurútlit breytist gæti tímasetningin breyst.

12.04.2013 13:15

Óskað eftir umsóknum í sérerkefnasjóð HSS

Hér með er auglýst eftir umsóknum frá aðildarfélögum HSS í sérverkefnasjóð sambandsins. Umsóknarfrestur er til og með föstudags 26. apríl nk. Umsóknir sem berast eftir miðnætti þann dag eru ekki teknar gildar. Sérsjóðurinn styrkir margvísleg verkefni á vegum aðildarfélaganna, en forgangsverkefni er að bæta íþróttaaðstöðu á svæðinu.  Einnig er mögulegt að sækja um vegna verkefna eins og þjálfunar, óvæntra áfalla, ferðakostnaðar á mót sem HSS fer ekki á, nýjungar í starfi og fleira. Stjórn HSS tekur ákvörðun um og úthlutar styrkjunum. 

Sækja skal um skriflega. Senda má umsókn með landpóstinum eða á netfangið [email protected]. Umsókn verður að halda innihalda lýsingu á fyrirhuguðu verkefni og kostnaðaráætlun.


09.04.2013 10:48

Stefán setti persónulegt met í ParísStrandamaðurinn og langhlauparinn Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði setti persónulegt met í maraþonhlaupi nú um helgina þegar hann hljóp Parísarmaraþonið á 3:14:44. Besti tími Stefáns fyrir hlaupið sem fram fór á sunnudaginn var 3:17:07 þannig að hann bætti besta tíma sinn um tvær mínútur og 23 sekúndur. Stefán var nr. 293 í sínum aldursflokki og lenti í 2.929 sæti í hlaupinu yfir heildina.

Hér er hægt að fræðast um undirbúning Stefáns fyrir hlaupið. HSS óskar Stefáni innilega til hamingju með frábæran árangur.

08.04.2013 14:15

Birkir í 5. sæti á Skíðamóti Íslands um helgina

Um síðustu helgi keppti Birkir Þór Stefánsson í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð á Skíðamóti Íslands á Ísafirði. Birkir átti góða göngu og gekk á tímanum 35,35 mínútum sem tryggði honum 5. sætið af 13 keppendum og var hann 3,45 mínútum á eftir sigurvegaranum Sævari Birgissyni frá Ólafsfirði. Nánari úrslit úr göngunni má sjá með því að smella hér

Þetta kom fram á nýrri heimasíðu Skíðafélags Strandamanna.

  • 1
Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 769
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 89771
Samtals gestir: 6562
Tölur uppfærðar: 1.2.2023 01:19:07