Færslur: 2012 Júlí

29.07.2012 22:40

Forelda og forráðamannafundur v/ULM.

Fundur verður í húsi bjögunarsveitarinnar Dagrenningar að Höfðagötu 9 á Hólmavík mánudaginn 30. júlí kl. 20:00.   Foreldrar og forráðamenn keppenda sem eru að fara á ULM á Selfossi eru hvött tilað mæta.

26.07.2012 21:30

Allir að skrá sig á ULM.

Skráning keppenda á ULM á norður-svæði HSS ganga rólega.    Yfir 30 krakkar eru búin að skrá sig í Bæjarhrepp-eystri í Húnavatnssýslu.  8 krakkar eru búin að skrá sig úr Bæjarhrepp-vestri, 8 krakkar frá Hólmavíkursvæðinu og 1 frá Drangsnesi.  Koma svo allir að skrá sig og stefna á ULM á Selfossi um verslunnarmannahelgina.

23.07.2012 22:22

Úrslit frá Héraðsmót í frjálsum.

Úrslitin í flest öllum greinum er komin inná síðu fri.is undir liðnum mót - mótaforrit.
Úrslit í stigakeppni aðildarfélaga HSS fór þannig:
1. sæti umf. Neisti   123 stig
2.    -    umf. Geislinn  115 stig
3.    -    umf. Hvöt   97 stig
4.    -    umf. Harpa  31 stig
5.    -    umf. Leifur heppni 16 stig
6.    -    Skíðafélag Strandamanna  12 stig.

Stjórn HSS þakkar öllum sem tóku þátt í Héraðsmóti fyrir þátttökuna.  Keppendum, starfsmönnum og gestum mótsins.

22.07.2012 00:24

ULM á Selfossi.

Skráning á ULM á Selfossi 2012.

HSS og USVH senda sameigilegt lið í körfubolta og fótbolta einsog verið hefur undarfarin ULM-mót.

Stjórn HSS ákvað að HSS mun greiða 3.000kr af keppnisgjaldinu á ULM á Selfossi.
Keppendur HSS á ULM sendi skráningar á netfangið [email protected]
Eftirfarandi þarf að koma fram við skráningu:
Nafn keppenda og foreldris eða forráðamanns á mótsstað.
GSM númer keppenda og foreldis, heimasími.
Hvenær kemur keppandi á mótstað.
Ef keppandi keppir í fleiri en 1 grein t.d. frjálsum, fótbolta og körfu, þarf keppandi að gefa upp forgangsröðun á greinum ef tímasetning greinanna rekst á. 
Endilega farið þið að senda inn skráningar sem allra fyrst, s.l. á laugardagskvöld 28. júlí.
 

05.07.2012 14:28

Héraðsmót HSS sunnudaginn 15. júlí

Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum fer fram á Sævangsvelli sunnudaginn 15. júlí nk. Mótið hefst kl. 13:00. Frjálsíþróttafólki úr nágrannabyggðarlögum og hvaðanæva að af landinu er velkomið að skrá sig og taka þátt. Örlítil breyting hefur verið gerð á aldursflokkaskiptingu á mótinu til að koma til móts við þyngdir áhalda í kastgreinum, en annars verður mótið með hefðbundnu sniði.

Keppnisgreinar eru eftirfarandi:

Strákar og stelpur 11 ára og yngri: 60 m. hlaup, langstökk og boltakast.
Strákar og stelpur 12-13 ára: 60 m. hlaup, langstökk, kúluvarp og spjótkast.
Strákar og stelpur 14-15 ára: 100 m. hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.
Konur 16-29 ára: 100, 800, 1500 og 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Karlar 16-34 ára:  100, 800, 1500 og 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Konur 30 ára og eldri:  100, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Karlar 35 ára og eldri:  100, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Forsvarsmenn aðildarfélaga taka við skráningum fyrir sitt félag. Skráningum skal skila í síðasta lagi laugardaginn 14. júlí kl: 13:00.

Frjálsíþróttamönnum hjá nágrönnum okkar í UDN (Dalamenn og Reykhólasveit) og USVH (V-Húnvetningar) eru sérstaklega boðin velkomin á mótið. Sjáumst hress og kát í Sævangi sunnudaginn 15. júlí!

05.07.2012 12:13

Fótboltafjör fyrir Strandakrakka á Hvammstanga um helgina


Um komandi helgi munu fótboltakrakkar og foreldrar úr HSS og USVH hittast á Hvammastanga til að gera sér glaða daga. Tilgangurinn með hittingnum er að krakkarnir kynnist og hægt sé að efla og styrkja hið góða samstarf sem verið hefur á milli svæðanna undanfarin ár. Viðburðurinn er hugsaður fyrir 5. flokk og yngri (fæddir 1999 og yngri), en þeir sem eru aðeins eldri eru að sjálfsöðgu velkomnir líka.

Endanleg ákvörðun um dagskrá hefur ekki verið tekin, en þó er ljóst að fjörið mun hefjast á laugardegi og standa fram á fyrri part sunnudags. Fyrirhugað er að fara í margvíslegar fótboltaæfingar og spil með foreldrum og börnum og einnig er í bígerð að spila kubb og krikket, fara í sund og grilla saman á laugardagskvöldið.

Þeir sem hafa áhuga á að fara á Hvammstanga um helgina og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði eru hvattir til að melda sig við Vigni Örn Pálsson í síma 898-3532.

05.07.2012 12:06

Þakkað fyrir stuðning við sumarnámskeið

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá skipuleggjendum og leiðbeinendum á nýju sumarnámskeiði sem hefst á Hólmavík í næstu viku. 

Við viljum þakka kærlega fyrir góðar móttökur með sumarnámskeiðið okkar, Viltu koma út að leika? Það gleður okkur mjög að sjá hversu vel er tekið í þessa nýjung í tómstundastarfi á Ströndum.

Námskeiðið mun hefjast 9. júlí og börn sem skráð hafa verið til leiks og foreldrar þeirra munu fljótlega fá sent bréf með helstu upplýsingum um hvað þarf að hafa meðferðis, greiðslufyrirkomulag og annað.

Við viljum þakka styrktaraðilum okkar sérstaklega, án þeirra væri erfitt að halda verði fyrir námskeiðið í lágmarki.Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn:
Arion banki - Hólmavík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Lionsklúbbur Hólmavíkur
Lýður Jónsson
Sparisjóður Strandamanna
Sveitarfélagið Strandabyggð

Virðingarfyllst,
Árný Huld Haraldsdóttir og Guðmundína Arndís Haraldsdóttir.

05.07.2012 11:15

Sameiginleg frjálsíþróttaæfing í Borgarnesi


Héraðssambönd á Vesturlandi, HSS þar á meðal, hafa tekið sig saman um æfingar í frjálsum íþróttum. Samæfing fyrir ellefu ára og eldri verður haldin á Skallagrímsvelli í Borgarnesi þriðjudaginn 10. júlí kl. 17:00-19:00. Áhersla verður lögð á kastgreinar á æfingunni en einnig kíkt á hlaup og stökk fyrir þá sem vilja. Eftir hana verður farið í Skallagrímsgarð í sameiginlegt grill í boði UMSB. 

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem stefna á ULM á Selfossi til að æfa sig, fínstilla tæknina o.s.frv. Allir að mæta!

05.07.2012 11:11

Vel heppnað Polla- og pæjumót á Hamingjudögum

Ágæt mæting var á Polla- og pæjumót HSS á sparkvellinum við Grunnskólann föstudaginn 29. júní sl. Mótið var hluti af dagskrá bæjarhátíðarinnar Hamingjudaga og sama fyrirkomulag haft og árið 2011; skráð og raðað í lið á staðnum.

Tuttugu krakkar kepptu í fjórum liðum og skemmtu allir sér hið besta í góða veðrinu. Að móti loknu fengu síðan allir þátttakendur pening í viðurkenningarskyni.
  • 1
Flettingar í dag: 735
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 89624
Samtals gestir: 6560
Tölur uppfærðar: 31.1.2023 23:32:41