Færslur: 2014 September

19.09.2014 14:09

Æfingatafla Geislans og Hvatar

Æfingatafla Geislinn og Hvöt - haust 2014

 

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

15:00-16:00

IE

Fótbolti
1.-5. bekkur

VF

Taekwondo
5.-10. bekkur
og lengra komnir

IE

Fótbolti
1.-5. bekkur

 

 

 

16:00-17:00

IE

Fótbolti
6.-10. bekkur

VF

Taekwondo
5-6 ára
og byrjendur

IE

Fótbolti
6.-10. bekkur

JR

Íþróttaskóli f. leikskólabörn

 

 

17:00-18:00

 

Körfubolti
1.-10. bekkur

VF

Taekwondo
2.-4. bekkur

 

Frjálsar Íþróttir
1.-5. Bekkur

VF

Taekwondo
2.-4. bekkur

IB

Bootcamp/Crossfit (14 ára og eldri)
Úti

 

18:00-19:00

IB

Styrktarþjálfun
(14 ára og eldri)

 

 

Frjálsar Íþróttir
6.-10. Bekkur

VF

Taekwondo
5.-10. bekkur
og lengra komnir

 

 

19:00-20:00

 

 

IB

Þol og brennsla
(14 ára og eldri)

 

 

JR - Jóhanna Rósmundsdóttir                                           IB - Ingibjörg Benediktsdóttir                                           SDÞ - Sigríður Drífa Þórólfsdóttir                                       
IE - Ingibjörg Emilsdóttir                                                   VF - Vala Friðriksdóttir

18.09.2014 15:16

Move Week

Hver er þín uppáhalds hreyfing? Hver er þín hreyfing? Það er talið að um 600.000 þúsund dauðsfalla í Evrópu megi rekja beint til hreyfingarleysis. Flestir sem hreyfa sig ekki neitt segja ástæðuna vera peningaskort. Það er margt er hægt að gera til að bæta heilsu sína sem hvorki kostar krónu né mikla fyrirhöfn. Mestu máli skiptir að hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur því það eykur líkurnar á því að maður viðhaldi heilbrigðum lífstíl.

Hreyfivikan MOVE WEEK er hluti af  "The NowWeMove 2012 - 2020" herferð International Sport and Culture Association (ISCA) sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er aðili að ISCA og tekur þátt í verkefnum samtakanna.

Framtíðarsýn MOVE WEEK herferðarinnar er "að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og eða íþróttum fyrir árið 2020" og áhersla lögð á að "að fólk finni SÍNA hreyfingu sem hentar því". Hreyfivikan er almenningsíþrótta verkefni  í samstarfi yfir 250 samtaka í Evrópu sem öll eru aðilar að ISCA. Það sem er öðruvísi við Hreyfivikuna MOVE WEEK er að þessi herferðir er ekki sniðin að ákveðinni íþrótt eða ákveðinni hreyfingu heldur getur hvert samfélag sniðið sína Hreyfiviku eftir sínu svæði. Klæðskerasniðið sína Hreyfiviku og nýtt til þess alla þá kosti sem samfélagið býr yfir til að smita frá sér jákvæða nálgun á hreyfingu.

Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg og maður er manns gaman. Sambandsaðilar UMFÍ, þar á meðal HSS, taka virkan þátt í Hreyfivikunni MOVE WEEK í haust og bjóða upp á fjölda viðburða og tækifæra fyrir fólk til að kynna sér fjölbreytta hreyfingu sér til heilsubótar. Fylgist með á http://www.iceland.moveweek.eu/ og www.umfi.is. Skráið ykkar viðburð ef þið viljið vera með viðburð í nafni herferðarinnar í haust, eins getið þið fengið allar frekari upplýsingar hjá Esther Ösp, framkvæmdarstýru HSS.

 

06.09.2014 21:37

Úrslit í Þríþraut HSS.

Þríþraut HSS fór fram á Hólmavík í dag, 6 keppendur kepptu í opnum flokki karla og ein í opnum flokki kvenna.  Keppni hófst við íþróttamiðstöðina og var byrjað á að hlaupa inn plássið að Háaklifi og yfir Borgirnar að íþróttamiðstöðinni síðan hjólaður Óshringurinn og endað á 200m sundi.  

Úrslit urðu eftirfarandi:

 

            Konur:                        Hlaup                            Hjól                  Sund                Samt.

1.  Bríanna Johnson               32,33 mín                      33,47 mín         4,37 mín           1:10,57

 

            Karlar:

1.  Ólafur Johnson                 25,20 mín                        27,32 mín         4,16 mín            57,08

2.  Trausti Björnsson              26,23    -                         26,40    -           4,52   -             57,55

3.  Vignir Örn Pálsson            34,18    -                         35,38    -           9,20   -            1:19,16

4.  Friðrik H. Vignisson           42,14    -                         42,01    -           5,52   -            1:30,07

5.  Guðjón Steinarsson          49,01    -                         50,32    -           5,30   -            1:45,03

6.  Stefán S. Ragnarsson       49,01    -                         50,07    -           8,26   -            1:47,34

 

Tímaverðir og ritarar voru Þuríður Friðriksdóttir,  Viktoría Ólafsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir.

 

 

 

04.09.2014 09:11

Þríþraut HSS

Þríþraut HSS verður haldinn þann 6.september næstkomandi á Hólmavík, vegalengdir þessarar þrautar eru eftirfarandi og í þessari röð:

 

1.       Hlaup: 5 km (Borgirnar) byrjað uppí íþróttahúsi

2.       Hjólreiðar: 8 km (Óshringurinn)

3.       Sund: 200 m (Sundlaug Hólmavíkur)

 

Við hvetjum sem flesta að koma og taka þátt í þessari þolraun og hafa gaman að, en það er auðvitað aðal markmiðið. 


Keppnin er ætluð öllum aldurshópum. Það þarf engan sérstakan útbúnað í þessa þolþraut nema reiðhjól sem kemst um malarveg og sundföt. Keppendur fá svo frítt í sund og heitu pottana eftir keppni. 


Ekkert keppnisgjald. Skráning fer fram á tölvupósti: [email protected] eða á staðnum.

 

Keppni mun hefjast stundvíslega klukkan 14:00 laugardaginn 6.september í Íþróttamiðstöð Hólmavíkur. Mælt er með því að keppendur mæti tímanlega!

  • 1
Flettingar í dag: 728
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 89617
Samtals gestir: 6560
Tölur uppfærðar: 31.1.2023 21:10:44