Færslur: 2016 Júlí

15.07.2016 09:51

Skráning Á ULM 2016

Unglingalandsmót  Í Borgarnesi 28.júlí-31.júlí 2016 

Fyrir 11-18.ára
Þátttökugjaldið á mótið er 7000kr. og mun HSS greiða niður gjaldið um 3000kr.
Skráningar skal senda á netfangið [email protected] fyrir föstudagskvöldið 22.júlí
eftir það greiðir HSS ekki niður keppnisgjald viðkomandi.

Við skráningu þarf að koma fram:
Nafn keppanda
kennitala keppanda
Það þarf að koma skýrt fram keppisgreinar og ef þær eru fleiri en ein þarf að forgangsraða greinum ef þær 
 skildu rekast á í mótshaldinu.
Einnig þarf að koma fram Nafn og símanúmer foreldra eða ábyrðarmanns.
nánara um mótið má sjá á umfi.is.

Keppnisgreinar

Frjálsar íþróttir

Glíma

Golf

Hestaíþróttir

Fjallahjólreiðar

Knattspyrna

Körfubolti

Motocross

Ólympískar lyftingar

Skák

Skotfimi

Stafsetning

Sund

Upplestur13.07.2016 09:31

Unglingalandsmót-upplýsingar frá Umfi

Frá umfí   
Unglingalandsmót UMFÍ 28.júlí- 31.júli.
Upplýsingar til forráðamanna vegna Unglingalandsmóts UMFÍ Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er landssamband ungmennafélaga í landinu. UMFÍ var stofnað árið 1907 og hefur starfað allar götur síðan. Verkefni UMFÍ hafa verið fjölmörg í gegnum tíðina og á síðustu árum hafa Unglingalandsmótin verið stærstu verkefni hreyfingarinnar.

Unglingalandsmót eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en á þessu ári verður mótið haldið í Borgarnesi.
 Unglingalandsmótið er öllum opið á aldrinum 11 - 18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki. Allir geta tekið þátt. Uppistaða Unglingalandsmótsins er íþróttakeppnin en keppt er í fjölmörgum íþróttagreinum. Einnig er mikið lagt upp úr alls konar afþreyingu frá morgni til kvölds fyrir alla aldurshópa og ekki síst fyrir krakka sem eru 10 ára og yngri og eiga ekki möguleika að taka þátt í íþróttakeppni mótsins.
Þátttökugjald er kr.7.000.- og er best að greiða það við skráningu. Lokað er fyrir skráningu um miðnætti sunnudagsins 24. júlí. Allir sem hafa greitt keppnisgjaldið geta tekið þátt í öllum viðburðum án nokkurs annars kostnaðar. Keppa má í eins mörgum keppnisgreinum og hver og einn vill og getur.
Í nokkrar hópíþróttagreinar geta einstaklingar skráð sig til keppni þrátt fyrir að hafa ekkert sérstakt lið á bak við sig. Við sjáum um að koma viðkomandi í lið eða búum til lið þannig að allir geti keppt. Ókeypis er fyrir þátttakendur og fjölskyldur á tjaldsvæði mótsins. Sérstakar reglur gilda á tjaldsvæðinu sem öllum ber að fara eftir og á það ekki síst við um neyslu áfengis.
Aðgangur að rafmagni á tjaldsvæðinu en fyrir hendi en rukkað er lágmarksgjald kr. 3.500.- fyrir alla helgina. Unglingalandsmót UMFÍ hafa notið mikillar hylli og viðurkenningar og eftir þeim hefur verið tekið jafnt á Íslandi sem erlendis. Við leggjum áherslu á að allir fái að njóta sín og taka þátt á sínum forsendum.
Við leggjum áherslu á að jafnrétti sé í hávegum haft og strákar og stelpur hafi jafnan aðgang að allri dagskrá mótsins.Dagskrá
Unglingalandsmóts UMFÍ 2016

Fimmtudagur 28. júlí
08:00 - 14:00 Golf Golfvöllur Hamars
12:00 - 21:00 Karfa Íþróttahús

Föstudagur 29. júlí
08:00 - 14:00 Golf Golfvöllur Hamars
08:00 - 20:00 Karfa Íþróttahús
08:00 - 18:00 Fótbolti Skallagrímsvöllur
10:00 - 12:30 Fjallahjólreiðar Hvanneyri
10:00 - 15:00 Hestaíþróttir (forkeppni) Hestamannasvæði Hmf. Skugga
13:30 - 18:00 Frjálsar Skallagrímsvöllur
20:00 - 21:00 Mótssetning Skallagrímsvöllur

Laugardagur 30. júlí
08:00 - 20:00 Karfa Íþróttahús
08:00 - 18:00 Fótbolti Skallagrímsvöllur
09:00 - 13:00 Sund Sundlaug
09:00 - 18:00 Ólympískar lyftingar Hjálmaklettur (viktun kl. 9 keppni kl.11)
10:00 - 14:00 Hestaíþróttir (úrslit) Hestamannasvæði Hmf. Skugga
10:00 - 15:00 Skotfimi Skotæfingasvæði SkotVest í Brákarey
10:30 - 12:00 Stafsetning Brákarhlíð
11:00 -16:30 Motocross Motocrosssvæðið á Akranesi
12:30 -19:00 Frjálsar Skallagrímsvelli
13:00 - 14:30 Upplestur Brákarhlíð
16:00- 18:30 Skák Brákarhlíð

Sunnudagur 31. júlí
8:00 - 16:30 Karfa Íþróttahús
8:00 - 18:00 Fótbolti Skallagrímsvöllur
9:00 - 13:00 Sund Sundlaugin
12:30 - 18:00 Frjálsar Skallagrímsvöllur
13:00 - 16:00 Glíma Skallagrímsgarði

Mbk
Ungmennfélag Ísland.

Upplýsingar frá HSS varðandi skráningu og fleira er væntanlegt von bráðar.

09.07.2016 17:29

Héraðsmót frestað.

Héraðsmóti HSS í frjálsum er frestað um óákveðinn tíma.
Vegurinn norður í Árneshrepp er lokaður vegna vatnavaxta og óvíst hvenær hann opnast. Því er búið að ákveða að fresta mótinu þar sem keppendur frá umf. Leifi heppna munu ekki komast á mótið.

05.07.2016 21:17

Héraðsmót

Héraðsmót HSS í frjálsum.
Á Sævangsvelli sunnudaginn 10. júlí.
Mótið hefst kl. 11:00.
Við hvetjum alla krakka, konur og karla til að skrá sig og vera með!

Keppisgreinar eru eftirfarandi: 
Stelpur og strákar 11 ára og yngri: 60m hlaup, langstökk og boltakast.
Telpur og piltar 12 - 13 ára: 60m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.
Meyjar og sveinar 14 - 15 ára: 100m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Konur og karlar: 100m, 800m, 1500m, 4x100m boðhlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
30 ára og eld. Konur, 35 ára og eld. karlar: 100m, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
Forsvarsmenn aðildarfélaganna taka við skráningum fyrir sitt félag. Skránig í síðasta lagi kl. 12 laugardaginn 9. júlí.
Nánari upplýsinga veitir Vignir Pálsson í síma 8983532 eða netfang [email protected] eða Elísabet Kristmundsd [email protected]

Keppendur frá félagssvæði Samvest eru boðnir sérstaklega velkomnir á þetta mót með keppendum á félagssvæði HSS.

04.07.2016 16:00

Polla og pæjumót HSS

Polla og pæjumót HSS fór fram á skeljavíkurgrundum s.l sunnudag .
als mættu 27 börn á aldrinum 6-15 ára og spiluðu knattspyrnu.
veðrið lék við okkur og skemmyu allir sér vel.
þökkum öllum fyrir komuna.

- Héraðsamband Strandamana
  • 1
Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 769
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 89715
Samtals gestir: 6562
Tölur uppfærðar: 1.2.2023 00:36:38