Færslur: 2015 Desember

20.12.2015 22:30

Firmamót Geislans og HSS

Fyrirtækjamót Geislans og HSS í knattspyrnu mun fara fram 27.des. Kl 12: 00 (ef næg þátttaka fæst) þar sem fyrirtæki, hópar eða E.t.v sveitabæjir etja kappi í knattspyrnu.
Keppt verður eftir reglum KSÍ um innanhússknattspyrnu og Futsal. Öllum er frjálst að keppa en ætlast er til að liðið hafi tengingu til þess sem keppt er fyrir.  Skráningar gjald er 3000kr fyrir lið. Mælt er með að liðið mæti í einkennisbúningum/keppnisbúning.
Skráning og nánari upplýsingar á [email protected] eða í síma 659-6229 fyrir 26.des. 
Fjölmennum og hreyfum okkur saman eftir jólamatinn. 


11.12.2015 15:17

Góður gestur.

10.12.2015 fékk knattspyrnudeild Geislans góða heimsókn. Halldór Björnsson frá KSÍ kom var með æfingar fyrir krakkana og hélt fyrirlestur fyrir börn og foreldra um hvað þarf til að ná langt í knattspyrnu. Krakkarnir voru mjög sáttir og áhugasamir með heimsóknina og sá èg ekki betur en að allir hafi skemmt sér vel. Í lokin gaf hann krökkunum plaköt og dvd disk. Þökkum við KSÍ og Halldóri fyrir komuna. 
Í gær 

01.12.2015 14:59

Ádöfini.

Mikið hefur verið í gangi hjá Geisla krökkunum.

Stór Hópur fór á Silfurleika ÍR sem haldnir voru í Reykjavík laugardaginn 28.nóvember.
krakkarnir stóðu sig mjög vel en um gríðarlegar sterkt mót er að ræða.

Sömuhelgi fór Taekwondo deildin á mót á Selfossi og eftir því sem ég best veit gekk vel þar og komust nokkrir keppendur á verðlaunapall.

Árný Helga með appelsínugultbelti.

 Við meigum vera stolt af unga íþróttafólkinu okkar.
það væri gaman að fá sendar fleiri myndir frá báðum mótunum og einnig ef fólk hefur einhverjar íþróttafréttir væri gaman að fá þær sendar. [email protected]
  • 1
Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 15
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 88738
Samtals gestir: 6487
Tölur uppfærðar: 28.1.2023 02:07:50