30.12.2007 23:09
Íþróttamaður ársins
Föstudaginn 28. desember síðastliðnn útnefndi Félag lögreglumanna á Hólmavík Guðjón Þórólfsson íþróttamann ársins 2007. Er Guðjón vel að titlinum kominn, hann varð til að mynda Íslandsmeistari í hástökki drengja 13-14 ára bæði innan og utanhúss, annar á Unglingalandsmótinu á Höfn ásamt því að vera mikill máttarstólpi í liði Geislans í körfubolta og fótbolta. Einnig er hann yngri börnum á svæðinu mikil hvatning og er mjög góður félagi allra bæði þeirra yngstu sem þeirra elstu. Vill stjórn HSS óska Guðjóni innilega til hamingju með titilinn, þú ert vel að honum kominn.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01