13.04.2008 14:46

Aðalfundur Umf. Hvöt

 Aðalfundur umf. Hvatar var haldinn í Sævangi 6. april s.l.,  5 félagar og 2 gestir mættu á fundinn.
Vignir Pálsson gaf ekki kost á sér áfram í stjórn,  Sigríður Drífa Þórólfsdóttir var kjörinn formaður,
Ragnar K. Bragason gjaldkeri og Birkir Þór Stefánsson ritari.  Helstu mál fundarins sem talandi er um
utan hefðbundinar dagskrár, var að rætt var um viðhald á íþróttavellinum í Sævangi,  laga þarf steypu
í kasthringjum.  Einnig var ákveðið að endurnýja hurð að kjallara Sævangs þar sem áhöld eru geymd.
Einnig rætt um að endurnýja startblokkir og fara yfir ástand frjálsíþróttaáhalda.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01