13.06.2008 23:53

ársþing

Ársþing HSS var haldið á Hólmavík 11. júní 2008. Góðir gestir komu frá UMFÍ þau Helga Guðjónsdóttir formaður og Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri. Þökkum við þeim innilega fyrir komuna. Að venju voru veittar viðurkenningar og var það hinn ungi og efnilegi Guðjón Þórólfsson sem var kjörin íþróttamaður ársins 2007, þá fékk Ragnar Bragason hvatningarbikarinn fyrir störf sín í þágu íþrótta í gegnum árin. HSS færði fulltrúum félaganna gjöf sem var bókin Vormenn Íslands saga UMFÍ í 100 ár. UMFÍ veitti Óskari Torfasyni starfsmerki sambandsins.
Ný stjórn var kjörinn og í henni eru þau Jóhanna Ása Einarsdóttir, Þorsteinn Newton, Aðalbjörg Óskarsdóttir, Ingibjörg Birna Sigurðardóttir og Birkir Þór Stefánsson. Þakkar HSS fráfarandi stjórnarmönnum samstarfið á árinu og óskar þeim velfarnaðar á nýum vettvangi. Einnig eru Kolbeini Skagfjörð Jósteinssyni færðar kærar þakkir fyrir samstarfið á liðnu ári og vonandi eigum við eftir að njóta starfskrafta hans síðar meir.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01