06.08.2008 11:52

Fundur með framkvæmdastjóra

Áætlaður er fundur með framkvæmdastjóra Unglingalandsmóts strax í næstu viku. Í framhaldi af honum er áætlaður fundur með íbúum á svæðinu. En það er æðislegt að finna fyrir þessum áhuga og ég er alveg sammála að við þurfum að byrja strax. Það sem ég átti við á Strandaspjallinu þegar ég sagði að ákveðin forvinna hefði átt  sér stað er að þegar við sóttum um þá þurftum við að setja aðeins niður hjá okkur hvar við ætluðum að staðsetja hlutina og hvernig við ætluðum að framkvæma keppnina sjálfa. En það er margt annað sem þarf að gera og nú er sú vinna og skipulagning að byrja.
Saman og með bjartsýnina að vopni þá getum við þetta.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01