02.06.2009 21:47
Ársþing HSS
Þá er nýyfirstaðið ársþing HSS sem haldið var á Drangsnesi.
Fyrst af öllu langar mig að bjóða velkominn til starfa nýjan formann HSS, Jóhann Björn Arngrímsson, stjórn HSS og ráðameðlimi.
Ég ætla ekki að fara þylja upp allt sem fram fór á þinginu heldur þurfa áhugasamir að sækja fundargerðina.
Á þinginu voru veitt verðlaun íþróttamanni ársins sem er Birkir Þór Stefánsson og hvatningarverlaun sem veitt voru Bjarnheiði Fossdal.
Fundargerð þingsins er hægt að nálgast hér að ofan undir skrár sem og að mótafyrirkomulag sumarsins er komið þar inn(set það samt hér að neðan).
13. júní Sundmót á Hólmavík.
17. júní Polla- og pæjumót í knattspyrnu á Skeljavíkurgrundum.
27. júní Héraðsmót í frjálsum á Sævangi.
4. júlí Bikarkeppni karla í knattspyrnu, fyrri umferð, á Skeljavíkurgrundum.
9-12. júlí Landsmót UMFÍ á Akureyri.
22. júlí Barnamót í frjálsum á Sævangi.
25. júlí Bikarkeppni karla í knattspyrnu, seinni umferð, á Drangsnesi.
31. júlí-2. Ágúst Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki.
8. ágúst Mótorcrossmót á Hólmavík
9. ágúst Golfmót á Skeljavíkurgrundum.
Nú þegar mótafyrirkomulagið er komið á hreint er um að gera að fara að skipuleggja sumarið og vera tímanlega í að skrá keppendur til leiks. Fyrsta mót sumarsins sem er Sundmótið á Hólmavík er eftir tæpar 2 vikur og skal skráningu vera lokið fyrir miðnætti föstudaginn 12. Júní.
Þeir sem langar til að hjálpa við framkvæmd mótsins (taka tíma og skrá) er velkomið að láta vita í síma 847-7075 eða á tölvupóstfangið valur@sporthusid.is. Nánari auglýsing um sundmótið kemur inn á morgun og fljótlega myndir frá ársþinginu.