09.06.2009 22:59
Sundmót
Sundmót HSS
Næstkomandi
laugardag 13. Júní fer fram héraðasmót í sundi í Sundmiðstöðinni á Hólmavík. Nú
er mál að allir keppi fyrir sitt félag og safni stigum, einnig eru gestir
velkomnir í laugina til keppni eða bara til áhorfs. Allir keppendur 10 ára og
yngri fá þátttökupening. Mótið hefst klukkan 12:00 en gott er að keppendur mæti
aðeins fyrr til upphitunar. Byrjað verður á elstu keppendunum og endað á þeim
yngstu.
Greinarnar sem keppt verður í:
Konur
17-29 ára og 30+, Karlar 17-34 ára og 35+:
25 m flug, 50 m skrið, 50 m bak, 50 m bringa, 100 m skrið,
100 m bringa
Sveinar
og Meyjar 15-16 ára:
25 m flug, 50 m skrið, 50 m bak, 50 m bringa
Piltar
og telpur 13-14 ára:
25 m skrið, 25 m bak, 25 m flug, 50 m
bringa, 100 m bringa
Strákar
og stelpur 11-12 ára:
25 m skrið, 25 m bak, 25 m flug, 50 m
bringa
Hnokkar
og hnátur 10 ára og yngri:
25m bringa og 25 m skrið
Boðsund:
4x50 m með frjálsri aðferð karla og kvenna
Skráningu
lýkur á miðnætti föstudaginn 12. Júní og skulu keppendur skrá sig með e-maili á
valur@sporthusid.is, í síma 847-7075 eða í eigin persónu hjá Val.
Þeir
sem hafa ekkert að gera á laugardaginn og ætla ekki að keppa eru velkomnir til
starfa á bakkanum, í tímatöku og skráningu á tímum.