19.06.2009 15:24

Héraðsmót

Þá er vika í héraðsmót HSS, opnað verður fyrir skráningar á mótavef FRI á sunnudagskvöld en einnig verður hægt að skrá sig hjá Val í síma 847-7075 eða með tölvupósti á valur@sporthusid.is. Nú er um að gera að allir, ungir sem eldri komi og geri sér glaðan dag á íþróttavellinum að Sævangi. Gaman væri að gamlar kempur myndu dusta rykið af strigaskónum og taka þátt í mótinu. Keppt verður í flestum greinum í öllum flokkum og fá allir keppendur 10 ára og yngri verðlaunapening fyrir þáttökuna.
Mótið fer fram þann 27. júní og mun hefjast klukkan 11:00 á keppni í yngstu flokkunum.

Að lokum þá langar mig að benda á að inn eru komnar myndir frá sundmótinu og polla- og pæjumótinu. Ef einhverjir eiga myndir af mótum og vilja að þær verði birtar í myndaalbúminu hér þá er bara um að gera að koma þeim á USB lykli til Vals.

Nóg í bili en næsta mót eftir héraðsmót er Bikarkeppni karla á Skeljavíkurgrunndum 4. júlí.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01