30.06.2009 11:28

Ýmislegt

Næsta mót HSS er fyrri umferð í Bikarkepni karla í knattspyrnu á Skeljavíkurgrundum, áætlað er að mótið hefjist klukkan 12:00 laugardaginn 4. júlí. Langar mig að biðja þá sem hingað til hafa verið með lið að hafa samband og skrá lið ef þeir ætla að vera með. 
Meira um það síðar.

Af héraðsmótinu
Komnar eru inn myndir frá héraðsmótinu í frjálsum hér til hliðar. Leikar fóru þannig að Neisti sigraði með 153 stig, Geislinn varð annar með 149,5 stig, Hvöt í þriðja með 53,5 stig og Harpa fjórða með 18 stig. Langar mig til að þakka þátttakendum, þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd og áhorfendur fyrir ágætis mót.
Verið er að vinna að skráningu árangurs í mótavef FRÍ og síðan mun árangur verða settur hér inn.
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01