08.07.2009 00:10

Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ 2009

Héraðssamband Strandamann vill benda á að landmótsnefnd HSS ásamt framkvæmdastjóra munu halda utan um skráningar aðildarfélaga HSS á Unglingalandsmótið.

Skráningar þurfa að hafa borist í síðasta lagi þriðjudaginn 14. júlí.

Þátttökugjald á mótið er 6.000 kr en HSS mun greiða niður þátttökugjald keppenda um 3.000kr svo kostnaður á þátttakendur er 3.000 kr. Engin önnur gjöld eru tekin af mótsgestum á hvaða aldri sem þeir eru, fyrir utan rafmagn.


Greinarnar sem í boði eru:

Frjálsar íþróttir, knattspyrna, körfubolti, sund, skák, glíma, golf, hestaíþróttir og motocross.

 Samhliða þessum greinum verða svokallaðar kynningargreinar en þar er þátttakendum boðið að prófa ýmsar aðrar greinar.


Skráning og nánari upplýsingar:

Valur Hentze                     847-7075             valur@sporthusid.is

Með honum starfar landsmótsnefnd skipuð Jóhanni Áskeli Gunnarssyni, Óskari Torfasyni og Þórólfi Guðjónssyni.

Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01