08.07.2009 00:18

Bikarkeppni karla og næsta mót

Bikarkeppnin

Um síðustu helgi fór fram fyrri umferðin í bikarkeppni karla og mættu til leiks 4 lið, 2 frá Geislanum og 2 frá Gretti. Voru leikirnir æsispennandi og er staðan eftir umferðina sú að Grettir1 er með 9 stig, Geislinn1 með 6, Geislinn2 með 3 en Grettir2 rekur lestina með 0 stig. Nú treystum við á að allir geri sitt besta í að mæta til leiks í seinni umferðina svo náist að manna öll liðin.

Næsta mót

Fyrir utan Landsmótið á Akureyri næstu helgi, þar sem skráðir eru keppendur undir merkjum HSS í brids og körfubolta, þá er næsta mót Barnamót HSS að Sævangi miðvikudaginn 22. júlí. Þar munu etja kappi börn 10 ára og yngri í 60 m hlaupi, langstökki og boltakasti. Hjá 11-12 ára bætast við hástökk og kúluvarp en spjót kemur í stað boltanna.
Flettingar í dag: 370
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 230
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 291317
Samtals gestir: 31590
Tölur uppfærðar: 13.10.2025 22:00:57