09.06.2010 12:48

Ótitlað

Nú byrjar þetta!

Jæja góðir hálsar, nú hefst þetta allt saman og því er um að gera að kalla saman mannskapinn til að taka þátt í eins mörgum greinum og mögulegt er því öll stig skipta máli!

Fyrsta móti sumarsins mun vera Sundmót HSS og verður það haldið laugardaginn 12. júní í Laugarhól. Allar skráningar munu fara í gegnum Steinar í gegnum netfangið steinar_raudi@hotmail.com eða í símar 867-1816 og mun hann taka við skráningum fram að miðnætti föstudagsins 11. júní.

Nú er um að gera að hræra í mannskapnum og skrá sem flesta og hafa gaman í sólskininu á Laugarhóli!
Flettingar í dag: 393
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 559
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 316923
Samtals gestir: 32568
Tölur uppfærðar: 14.12.2025 12:07:07