16.07.2010 13:13
Unglingalandsmót 2010
Unglingalandsmót í Borganesi!
Nú fer senn að líða að 13. unglingalandsmóti sem haldið verður í Borganesi þetta árið, mótið fer fram dagana 29. júlí - 1. ágúst. Allir sem skráðir eru í HSS á aldrinum 11-18 ára eiga nú möguleika á því að skreppa í Borganes og keppa í hinum ýmsu greinum. Greinarnar sem eru í boði eru dans, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, mótocross, skák og sund. Keppnisgreinar fatlaðra eru sund og frjálsíþróttir.
Glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar í Borgarnesi. Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur og við hlið hans eru knattspyrnuvellir, sundlaug og íþróttahús. Önnur íþróttamannvirki eru í bænum eða næsta nágrenni. Tjaldstæði keppenda verður rétt utan við bæinn en boðið verður uppá góðar samgöngur að keppnissvæðunum.
Eins og síðustu ár mun HSS verða í samstarfi með Hvammstanga á mótinu og verður því nóg af félagskap á svæðinu. Steinar Ingi mun sjá um skráningu á mótið þetta árið en hægt er að ná í hann í síma 867-1816 eða á netfangið steinar_raudi@hotmail.com. SÍÐASTI SKRÁNINGADAGUR ER 20. JÚLÍ! Eftir það er ekki hægt að skrá lengur á mótið og er því um að gera að skrá sem fyrst svo enginn gleymist.
Þáttökugjald er 6000kr á keppanda en HSS borgar niður 1000kr af hverjum og einum.
HSS