28.07.2010 13:10
Unglingalandsmót 2010
Jæja góðir hálsar (og aðrir útlimir)!
Nú er komið að því að fara á Unglingalandsmót 2010 sem haldið er í Borganesi þetta árið. Upplýsingar frá mótshöldurum komu frekar seint þetta árið og voru eiginlega á síðustu stundu með það en nú eru þær komnar í hús.
Varðandi tjaldstæðið þá liggur það rétt norðan Borganess í landi Kárastaða, stóra UMFÍ hátíðartjaldið blasir við manni frá veginum og búið er að setja upp allar merkingar. Ekið er frá hringveginum inná vesturlandsveg (54) um hringtorgið norðan Borganess. Eftir að komið er út úr hringtorginu eru aðeins 100-200 metrar áður en ekið er frá Vesturlandsveginum til hægri að móttöku gesta á Unglingalandsmótsins.
"smá" mynd með..
Að öðrum málum þá er kominn inn mótadagskrá fyrir fimmtudaginn 29. júlí og hefst þá körfuboltinn. Auðvitað duttum við í lukkupottinn og hefjum leik kl: 13:00 í opnunarleik HSS/USVH - Þór Þ. Allir iðkenndur sem eiga búninga eru vinsamlegast beðnir um að taka þá með sér, bæði í fótbolta og körfu. Þeir sem hafa fengið lánaða búninga hjá Geislanum eru einnig vinsamlegast beðnir um að koma með þá og skila þeim þá eftir mót.
Annars vonum við að sjá sem flesta um helgina!
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01