03.05.2011 00:25
Hjólað í vinnuna
Í dag, miðvikudaginn 4. maí, hefst heilsu- og hvatningarátakið Hjólað í vinnuna. Það stendur yfir til 24. maí, en skráningar fara fram á vefsíðunni www.hjoladivinnuna.is. Það er Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem stendur fyrir átakinu sem var fyrst haldið árið 2003, en meginmarkmið þess er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfis-vænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Keppnin er ætluð vinnustöðum og starfsmönnum þeirra. Rétt er að vekja athygli á því að allir geta tekið þátt í Hjólað í vinnuna svo lengi sem þeir nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv.
HSS hvetur sem flest fyrirtæki á Ströndum til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki - skráning fer fram á www.hjoladivinnuna.is !!