06.05.2011 11:34
Landsmót 50+ á Hvammstanga

Nú líður óðum að fyrsta landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri, en það verður haldið hjá nágrönnum okkar á Hvammstanga dagana 24.-26. júní. Strandamenn yfir fimmtugu og aðildarfélög HSS eru því hvött til að fara að skoða þátttöku á mótinu, en mikill fjöldi keppnisgreina er í boði fyrir áhugasama íþróttagarpa, t.d. blak, bridds, boccia, badminton, frjálsar íþróttir, fjallaskokk, hestaíþróttir, golf, pútt, línudans, skák, sund og þríþraut. HSS mun án efa senda vaska sveit á mótið, enda ekki langt að fara!
Mótið er sannkölluð fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða fyrirlestrar og sýningahópar. Allir, jafnt ungir sem eldri, eiga að finna eitthvað við sitt hæfi þessa helgi sem mótið fer fram.
Framkvæmd mótsins er í höndum Ungmennafélags Íslands og USVH í samstarfi við sveitarfélagið Húnaþing vestra. Aðrir samstarfsaðilar að mótinu eru Félag áhuga fólks um íþróttir aldraðra og Landssamband eldri borgara.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01