09.05.2011 17:11
Skíðafélagið fékk UMFÍ-bikar HSS

Á nýafstöðnu ársþingi HSS í Norðurfirði var Skíðafélagi Strandamanna veittur farandbikar til varðveislu í eitt ár, en bikarinn var gefinn af UMFÍ á 60 ára afmæli HSS árið 2004. Bikarinn er veittur einstaklingi eða félagi sem hefur skarað fram úr að einhverju leyti eða unnið vel og dyggilega í þágu íþróttahreyfingarinnar inn Héraðssambandsins. Skíðafélagið hefur verið afskaplega öflugt við að efla og halda uppi skíðaíþróttinni á Ströndum undanfarin ár og skammt er að minnast frábærs árangurs unga fólksins á Andrésar Andar leikunum, þar sem 4 gull, 3 silfur og 3 brons komu með heim í farteskinu.
Vignir Örn Pálsson afhenti Rósmundi Númasyni, skíðafrömuði og Vasa-garpi bikarinn til varðveislu í eitt ár.

Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01