10.05.2011 08:36

Aðalbjörg og Rósmundur fengu starfsmerki UMFÍ

 


Á ársþingi HSS um liðna helgina notuðu menn að sjálfsögðu tækifærið til að hrósa fyrir það sem vel er gert í starfi sambands og ungmennafélaga. Hrósið kom einnig frá utanaðkomandi aðilum og góðum gestum þingsins; þeim Gunnlaugi Júlíussyni langhlaupara og varastjórnarmanni ÍSÍ, Guðmundi Hauki Sigurðssyni formanni USVH og Sæmundi Runólfssyni framkvæmdastjóra UMFÍ.

Sæmundur notaði tækifærið og veitti tveimur einstaklingum starfsmerki UMFÍ, en starfsmerkið er veitt fólki sem hefur starfað á öflugan hátt innan íþrótta- og ungmennahreyfingarinnar um árabil. Það voru þau Rósmundur Númason í Skíðafélagi Strandamanna og Aðalbjörg Óskarsdóttir í Umf. Neista sem hlutu merkið. Þau hafa bæði starfað í mörg ár við íþrótta- og ungmennastarf á Ströndum og innan HSS og eiga svo sannarlega þennan heiður skilinn!
 
Héraðssambandið óskar þeim Aðalbjörgu og Rósmundi innilega til hamingju með viðurkenninguna og framlag þeirra til hreyfingarinnar í gegnum árin.


 
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01