24.05.2011 23:34

Nám hjá Keili fyrir áhugasama

Tromp er 3ja anna skemmtilegt og óhefðbundið nám í verkefna- og viðburðastjórnun en meðfram bóklegu námi vinna nemendur í hópum við raunveruleg verkefni og viðburði fyrir samstarfsfyrirtæki Trompsins. Markmiðið með verkefnunum er að veita nemendum tækifæri til að setja fræðilegt nám í raunverulegt samhengi og prófa hlutina á eigin skinni og læra þannig af mistökum. Þannig öðlast nemendur heilmikla praktíska reynslu á meðan á náminu stendur. Námið er blanda af fjarnámi og staðarnámi.
 
Námið hentar vel fyrir:
   * Frumkvöðla
   * Fjölmiðlafólk
   * Tónlistarfólk, leikara og aðra sjálfstætt starfandi listamenn
   * Þá sem vilja breyta heiminum
   * Millistjórnendur sem vilja aukna reynslu
   * Fólk í íþróttahreyfingunni 
   * Fólk í ferðaþjónustunni
   * Fólk sem starfar við hjálparsamtök
   * Fólk í sölu- og viðskiptum
   * Þá sem vilja verða eitthvað af þessu
 
Umsóknarfrestur til 6. júní.
 
Nánari upplýsingar um námið:
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01