24.05.2011 23:42
Norræn ungmennavika fyrir 14-24 ára
Ungmennafélag Íslands auglýsir eftir þátttakendum á aldrinum 14 - 24 ára til að taka þátt í norrænni ungmennaviku á vegum NSU, sem verður í Svíþjóð, Álandseyjum og Finnlandi. "Að upplifa list og leiki í nýjum löndum" verður þema ungmennavikunnar. Ævintýrið hefst í Stokkhólmi þann 31.júlí nk. Síðan verður farið til Álandseyja og þaðan til Finnlands þar sem þessu lýkur.
Verð er kr. 60.000.- og er flug og uppihald innifalið í því. UMFÍ styrkir einstaklinga innan sinna vébanda og kemur það til lækkunar á framangreindu verði. Eins gefum við upplýsingar um möguleika á frekari styrkjum. Íslenskur fararstjóri frá UMFÍ fer með hópnum.
Umsóknarfrestur er til 31. maí nk. og senda skal umsóknir í netfangið omar@umfi.is.
Áhugasamir aðilar innan HSS mega gjarnan hafa samband við framkvæmdastjóra í síma 8-941-941 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is - hann er reiðubúinn til að aðstoða við samskipti og gerð umsóknar ef þörf krefur.
Umsóknarfrestur er til 31. maí nk. og senda skal umsóknir í netfangið omar@umfi.is.
Áhugasamir aðilar innan HSS mega gjarnan hafa samband við framkvæmdastjóra í síma 8-941-941 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is - hann er reiðubúinn til að aðstoða við samskipti og gerð umsóknar ef þörf krefur.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 476
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 278317
Samtals gestir: 31118
Tölur uppfærðar: 18.9.2025 11:29:51