03.06.2011 14:54
Skráning hafin á Landsmót 50+
Nú er skráning hafin á Landsmót UMFÍ 50+ sem verður haldið á Hvammstanga helgina 24.-26. júní. Gaman væri ef sem flestir myndu taka þátt í fjörinu og fjölmenna á landsmótið hjá nágrönnum okkar þessa helgi.
* Skráning og allar upplýsingar um mótið má nálgast á vefnum www.landsmotumfi50.is.
* Allir geta tekið þátt í landsmóti 50+ óháð því hvort þeir eru í ungmennafélagi eða ekki.
* Þátttökugjald er kr. 3000 pr. einstakling. Gjaldið er óháð fjölda keppnisgreina og innifalið í því er frítt á tjaldsvæðið á Hvammstanga yfir helgina og frír aðgangur á alla viðburði í tengslum við mótið.
* Keppnisgreinar á mótinu eru blak, bridds, boccia, badminton, frjálsar íþróttir, fjallaskokk, hestaíþróttir, golf, pútt, línudans, skák, sund, þríþraut og starfsíþróttir (jurtagreining, búfjárdómar, pönnukökubakstur, dráttavélaakstur og kökuskreyting).
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01