03.06.2011 15:18
Kvennahlaup á Drangsnesi
Eina auglýsta kvennahlaupið á Ströndum í ár fer fram á Drangsnesi, laugardaginn 4. júní og hefst kl. 11:00. Hlaupið verður frá Fiskvinnslunni Drangi og forskráning fer fram í Kaupfélaginu á Drangsnesi. Ekki hafa önnur hlaup verið auglýst á Ströndum í ár.
Yfirskrift Kvennahlaupsins í ár er "Hreyfing allt lífið" og er það unnið í samstarfi við Styrktarfélagið Líf. Mikilvægt er að konur á öllum aldri stundi reglulega hreyfingu, ekki síður á meðgöngu og að henni lokinni. Líf styrktarfélag vinnur að því að styrkja fæðingarþjónustu og kvenlækningar á kvennadeild Landspítalans. Markmiðið er að byggja upp öfluga miðstöð fæðinga og kvenlækninga á Íslandi og mun miðstöðin þjónusta konur og fjölskyldur þeirra. Hægt er að gerast styrktarfélagi Lífs á heimasíðunni www.gefdulif.is.
Yfirskrift Kvennahlaupsins í ár er "Hreyfing allt lífið" og er það unnið í samstarfi við Styrktarfélagið Líf. Mikilvægt er að konur á öllum aldri stundi reglulega hreyfingu, ekki síður á meðgöngu og að henni lokinni. Líf styrktarfélag vinnur að því að styrkja fæðingarþjónustu og kvenlækningar á kvennadeild Landspítalans. Markmiðið er að byggja upp öfluga miðstöð fæðinga og kvenlækninga á Íslandi og mun miðstöðin þjónusta konur og fjölskyldur þeirra. Hægt er að gerast styrktarfélagi Lífs á heimasíðunni www.gefdulif.is.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01