20.06.2011 09:54

Síðasti séns til skráningar á Landsmót 50+

Eins og flestir vita verður fyrsta Landsmót 50 ára og eldri haldið nú um næstu helgi á Hvammstanga. Þar verður keppt í fjölmörgum keppnisgreinum, en hægt er að sjá dagskrá og upplýsingar um allar greinarnar með því að smella hér.

Nú þegar hafa tvær vaskar keppnissveitir í bridds skráð sig til leiks á mótinu undir merkjum HSS. Betur má þó ef duga skal og eru Strandamenn hvattir til að skrá sig til leiks og fjölmenna síðan til nágranna okkar um helgina. Skráningarformið er sáraeinfalt, þátttökugjald er aðeins kr. 3000 pr. einstakling og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á mótinu; t.d. spila starfsíþróttir eins og pönnukökubakstur, jurtagrening og dráttarvélaakstur stóra rullu í dagskránni.

Ef menn telja sig þurfa aðstoð við skráningu eða önnur atriði varðandi mótið er velkomið að hafa samband við Arnar í s. 894-1941 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Hér er hægt að skrá sig til leiks, en skráningarfresturinn rennur einmitt út í dag, þann 20. júní. Ekki láta þig vanta á Hvammstanga um næstu helgi! 
Flettingar í dag: 408
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 182283
Samtals gestir: 21729
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:56:01