07.07.2011 00:23
Polla- og pæjumót HSS tókst vel
Polla- og pæjumót HSS fór fram á sparkvellinum við Grunnskólann á Hólmavík síðasta föstudag. Mótið var á dagskrá Hamingjudaga á Hólmavík og var afskaplega vel sótt og vel heppnað í alla staði. Skipt var í lið á staðnum, en alls tóku 28 krakkar þátt sem verður að teljast mjög góður fjöldi.
Stjórnarmenn í HSS, þeir Vignir Örn Pálsson og Þorsteinn Newton, báru hitann og þungann af skipulagningu og utanumhaldi mótsins sem var stutt og snarpt. Leiða má líkur að því að staðsetning mótsins hafi ráðið miklu um hversu góð þátttakan var. Að móti loknu fengu allir þátttakendur afhenta þátttökupeninga og fóru glaðir og ánægðir heim.
Skrifað af Arnar Snæberg Jónsson
Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 157
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 334647
Samtals gestir: 32904
Tölur uppfærðar: 13.1.2026 23:00:41
