15.07.2011 16:23
Friðarhlaupið 2011
Friðarhlaupar verða á ferðinni við Hólmavík á morgun laugardag kl. 13:30. Tuttugu hlauparar frá 13 þjóðlöndum eru að hlaupa hringinn í kringum Ísland. Skipuleggjendur hlaupsins vilja endilega fá sem flesta til að hlaupa með þeim hérna við Hólmavík, t.d. frá golfskálanum út á Grundum og innað sundlauginni á Hólmavík.
Þar stoppa hlauparnir smástund áður en þeir halda hlaupinu áfram. Það er því um að gera fyrir skokkara, börn og unglinga sem langar til að hlaupa i friðarhlaupinu og fá kannski að halda á friðarkyndlinum að skella sér í hlaupaskóna á morgun. Hlauparnir verða komnir að golfskálanum um kl. 13:00 á morgun.
Þar stoppa hlauparnir smástund áður en þeir halda hlaupinu áfram. Það er því um að gera fyrir skokkara, börn og unglinga sem langar til að hlaupa i friðarhlaupinu og fá kannski að halda á friðarkyndlinum að skella sér í hlaupaskóna á morgun. Hlauparnir verða komnir að golfskálanum um kl. 13:00 á morgun.
Skrifað af Vignir
Flettingar í dag: 512
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 248658
Samtals gestir: 27557
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 23:19:29